Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:32 Harry Kane reddaði málunum fyrir Thomas Tuchel og lærisveina hans en þýski þjálfarinn var ekki sáttur þrátt fyrir sigur. Getty/Alex Caparros/Judit Cartiel Enska landsliðið er á toppi síns riðils í undankeppni HM með fullt hús og hreint mark en frammistaðan hefur þó ekki verið að heilla marga. Einn af þeim sem er ósáttur er sjálfur landsliðsþjálfarinn. Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira