Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 14:12 Allt heimilis- og starfsfólk Sólvalla er í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist á heimilinu. Vísir/Ja.is Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34
76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07