Einn knattspyrnuleikur er í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag en einnig verður fjallað um handbolta og rafíþróttir á skjánum í dag.
AS Roma heimsækir AC Milan í 5.umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar en AC Milan hefur byrjað tímabilið frábærlega og trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic er allt í öllu hjá AC en Rómverjar hafa farið rólegar af stað, eru með sjö stig eftir fjóra leiki.
Útsendingin hefst klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 og flautað verður til leiks tíu mínútum síðar eða klukkan 19:45
Skömmu síðar hefst Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport undir styrkri stjórn Henry Birgis Gunnarssonar en það styttist óðum í að Olís-deildin í handbolta fari aftur af stað eftir að keppni var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins.
Á sama tíma eða klukkan 20:00 verða félagarnir í GameTíví með sinn vikulega þátt á Stöð 2 ESport þar sem farið verður yfir allt það helsta í heimi tölvuleikjanna.
Smelltu hér til að skoða dagskrána á sportstöðvum Stöðvar 2.