Nýliðarnir björguðu stigi undir lokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 19:25 Ivanovic gerði Livermore enga greiða þegar hann lúðraði knettinum í þann síðarnefnda og þaðan í netið. Enska úrvalsdeildin Fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar gerðu Brighton & Hove Albion 1-1 jafntefli við nýliða West Bromwich Albion. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en heimamenn í Brighton komust yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Markið var einkar skrautlegt en Jake Livermore varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Tariq Lamptey, hægri vængbakvörður Brighton, hafði þá unnið boltann innan vítateigs og rennt honum fyrir markið. Gamla brýnið Branislav Ivanovic ætlaði að hreinsa frá marki en það gekk ekki betur en boltinn small í Livermore og þaðan fór hann í netið. Staðan því 1-0 Brighton í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Allur vindur virtist úr heimamönnum í síðari hálfleik og sóttu gestirnir án afláts. Á endanum jafnaði Karlan Grant metin fyrir WBA með góðu skoti innan vítateigs eftir góðan undirbúning Callum Robinson. Var þetta fyrsta mark Grant í úrvalsdeildinni. 4 - Karlan Grant has scored four goals in his last six away league games, after netting just one in his six before that. Streak. pic.twitter.com/F7R2srPxZh— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2020 Staðan þar með orðin 1-1 og reyndust það lokatölur í kvöld. Brighton & Hove Albion eru sem stendur með fimm stig eftir sex umferðir. Á sama tíma er WBA með þrjú stig en liðið hefur ekki enn unnið leik. Enski boltinn Fótbolti
Fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar gerðu Brighton & Hove Albion 1-1 jafntefli við nýliða West Bromwich Albion. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en heimamenn í Brighton komust yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Markið var einkar skrautlegt en Jake Livermore varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Tariq Lamptey, hægri vængbakvörður Brighton, hafði þá unnið boltann innan vítateigs og rennt honum fyrir markið. Gamla brýnið Branislav Ivanovic ætlaði að hreinsa frá marki en það gekk ekki betur en boltinn small í Livermore og þaðan fór hann í netið. Staðan því 1-0 Brighton í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Allur vindur virtist úr heimamönnum í síðari hálfleik og sóttu gestirnir án afláts. Á endanum jafnaði Karlan Grant metin fyrir WBA með góðu skoti innan vítateigs eftir góðan undirbúning Callum Robinson. Var þetta fyrsta mark Grant í úrvalsdeildinni. 4 - Karlan Grant has scored four goals in his last six away league games, after netting just one in his six before that. Streak. pic.twitter.com/F7R2srPxZh— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2020 Staðan þar með orðin 1-1 og reyndust það lokatölur í kvöld. Brighton & Hove Albion eru sem stendur með fimm stig eftir sex umferðir. Á sama tíma er WBA með þrjú stig en liðið hefur ekki enn unnið leik.