Son tryggði Totten­ham sigur | Jóhann Berg og fé­lagar í slæmum málum

Son skallar knöttinn í netið og tryggði Tottenham þar með þrjú stig.
Son skallar knöttinn í netið og tryggði Tottenham þar með þrjú stig. Jason Cairnduff/Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar í Burnley eru með aðeins eitt stig eftir svekkjandi 0-1 tap á Turf Moor, heimavelli sínum, gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Skemmtanagildið var ekki mikið í leik kvöldsins og var staðan markalaus í hálfleik. Sigurmarkið kom loks á 76. mínútu, Harry Kane skallaði þá hornspyrnu Erik Lamela í átt að marki og Son stýrði knettinum í netið. Lokatölur því 1-0 Tottenham í vil og José Mourinho getur því farið sáttur á koddann í kvöld.

Var þetta eins og áður sagði áttunda mark Son í deildinni sem gerir hann að markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hefur Harry Kane lagt upp sjö af átta mörkum Son.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og lék alls 84 mínútur í kvöld.

Tottenham er nú í 5. sæti með 11 stig eftir sex leiki á meðan Burnley er með aðeins eitt stig í 18. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira