Tekur enn á að rifja upp atburðina 25 árum síðar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 19:38 Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“ Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“
Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira