Telja að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:01 Mögulega þarf Rúnar Alex að bæta á sig vöðvamassa áður en hann fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal. James Williamson/Getty Images Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09
Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00
Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52