Njósnir Liverpool um Ísak Bergmann í slúðrinu hjá BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:30 Ísak Bergmann Jóhannesson í treyju Norrköping en svo gæti farið að félagið selji strákinn á næstunni. Instagram/@ifknorrkoping Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020 Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020
Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira