Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. október 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærum fjölgi einnig. Hann segir fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á allra næstu dögum. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 voru í sóttkví eða 73 prósent, en 24 voru utan sóttkvíar. Þá liggja nú 58 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Í gær voru 53 á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 21 greindist með veiruna á landamærum. Tíu voru með virkt smit, einn greindist í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum tíu. Þá lést sjúklingur á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær en um er að ræða tólfta andlátið af völdum veirunnar á Íslandi. Margir nýsmitaðir tengjast Landakoti „Ég er ekki nógu ánægður með þessar tölur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu, inntur eftir viðbrögðum við smittölum dagsins. „Ef við skoðum þetta í samhengi við hvaða einstaklingar þetta eru sem eru að greinast þá eru það mjög margir sem tengjast Landakotshópsýkingunni en það eru líka margir utan þess hóps og þeim fer ekkert fækkandi. Og fjöldinn sem er utan sóttkvíar er ekkert að fara neitt verulega niður þannig að það er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þórólfur segir að svo virðist sem veiran sé ekki að ganga niður. Þá hafi komið upp litlar hópsýkingar hér og þar, til dæmis í skólum. Staðan sé áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum og farsóttarhúsið í Reykjavík líka. „Þá er þetta áhyggjuefni eins og þetta lítur út,“ segir Þórólfur. Þarf ekki mikið til að setja kerfið úr skorðum Þórólfur segir ekki mikið annað í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Verið er að fara yfir næstu skref með stjórnvöldum en hann gerir ráð fyrir að skila inn minnisblaði með tillögum sínum til heilbrigðisráðherra „alveg á næstunni“. „En ég held að það þurfi ekki stóra hópsýkingu til að setja hér kerfið verulega úr lagi. Og svo erum við líka að horfa upp á það að það eru að greinast fleiri á landamærunum til dæmis, þannig að við þurfum kannski aðeins að endurskoða það eins og ég hef komið að áður. Þannig að við þurfum að girða okkur betur í brók og hugsa þetta aðeins upp á nýtt,“ segir Þórólfur. Þá séu vísbendingar um að smit á landamærunum gætu verið að berast inn í samfélagið. Margir sem greindust með veiruna í gær tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Vísir/Vilhelm Þórólfur bendir á að talsvert íþyngjandi aðgerðir séu þegar í gildi – en einnig margar undanþágur. Spurningin sé hvort nú þurfi að herða aðgerðir frekar svo hægt verði að slaka á þeim aftur sem fyrst. „Við erum á brúninni með að missa þetta út úr höndum og líka að heilbrigðiskerfið er í verulegum vanda. Það er búið að fresta valkvæðum aðgerðum og þetta er farið að koma niður á annarri starfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Við þurfum að taka þetta allt saman með í reikninginn.“ Þegar þú talar um að bæta kannski í sóttvarnaaðgerðir, hversu langt sérðu fyrir þér að ganga? Sérðu fyrir þér að ganga jafnlagt og var gengið í fyrstu bylgjunni, þegar skólahald var skert, leikskólahald og annað? „Það eru náttúrulega ekki margir möguleikar í stöðunni ef við ætlum að herða aðgerðir. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Grundvallaratriðið sé að koma í veg fyrir hópamyndun og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Þegar það sé haft í huga séu úrræðin ekki ýkja mörg. Of snemmt sé þó að segja til um það hvort næstu aðgerðir muni teygja sig inn í skólana. Þórólfur telur að verði gripið til harðra aðgerða komi árangur af þeim fram einhverjum vikum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærum fjölgi einnig. Hann segir fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á allra næstu dögum. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 voru í sóttkví eða 73 prósent, en 24 voru utan sóttkvíar. Þá liggja nú 58 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Í gær voru 53 á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 21 greindist með veiruna á landamærum. Tíu voru með virkt smit, einn greindist í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum tíu. Þá lést sjúklingur á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær en um er að ræða tólfta andlátið af völdum veirunnar á Íslandi. Margir nýsmitaðir tengjast Landakoti „Ég er ekki nógu ánægður með þessar tölur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu, inntur eftir viðbrögðum við smittölum dagsins. „Ef við skoðum þetta í samhengi við hvaða einstaklingar þetta eru sem eru að greinast þá eru það mjög margir sem tengjast Landakotshópsýkingunni en það eru líka margir utan þess hóps og þeim fer ekkert fækkandi. Og fjöldinn sem er utan sóttkvíar er ekkert að fara neitt verulega niður þannig að það er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þórólfur segir að svo virðist sem veiran sé ekki að ganga niður. Þá hafi komið upp litlar hópsýkingar hér og þar, til dæmis í skólum. Staðan sé áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum og farsóttarhúsið í Reykjavík líka. „Þá er þetta áhyggjuefni eins og þetta lítur út,“ segir Þórólfur. Þarf ekki mikið til að setja kerfið úr skorðum Þórólfur segir ekki mikið annað í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Verið er að fara yfir næstu skref með stjórnvöldum en hann gerir ráð fyrir að skila inn minnisblaði með tillögum sínum til heilbrigðisráðherra „alveg á næstunni“. „En ég held að það þurfi ekki stóra hópsýkingu til að setja hér kerfið verulega úr lagi. Og svo erum við líka að horfa upp á það að það eru að greinast fleiri á landamærunum til dæmis, þannig að við þurfum kannski aðeins að endurskoða það eins og ég hef komið að áður. Þannig að við þurfum að girða okkur betur í brók og hugsa þetta aðeins upp á nýtt,“ segir Þórólfur. Þá séu vísbendingar um að smit á landamærunum gætu verið að berast inn í samfélagið. Margir sem greindust með veiruna í gær tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Vísir/Vilhelm Þórólfur bendir á að talsvert íþyngjandi aðgerðir séu þegar í gildi – en einnig margar undanþágur. Spurningin sé hvort nú þurfi að herða aðgerðir frekar svo hægt verði að slaka á þeim aftur sem fyrst. „Við erum á brúninni með að missa þetta út úr höndum og líka að heilbrigðiskerfið er í verulegum vanda. Það er búið að fresta valkvæðum aðgerðum og þetta er farið að koma niður á annarri starfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Við þurfum að taka þetta allt saman með í reikninginn.“ Þegar þú talar um að bæta kannski í sóttvarnaaðgerðir, hversu langt sérðu fyrir þér að ganga? Sérðu fyrir þér að ganga jafnlagt og var gengið í fyrstu bylgjunni, þegar skólahald var skert, leikskólahald og annað? „Það eru náttúrulega ekki margir möguleikar í stöðunni ef við ætlum að herða aðgerðir. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Grundvallaratriðið sé að koma í veg fyrir hópamyndun og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Þegar það sé haft í huga séu úrræðin ekki ýkja mörg. Of snemmt sé þó að segja til um það hvort næstu aðgerðir muni teygja sig inn í skólana. Þórólfur telur að verði gripið til harðra aðgerða komi árangur af þeim fram einhverjum vikum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37