Innlent

Vill aðeins matvöruverslanir verði leyfðar og íþróttaiðkun bönnuð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að knýjandi ástæður séu fyrir því að herða tökin í sóttvarnamálum hér á landi. Það hefði raunar þurft að gera mun fyrr í yfirstandandi bylgju. Þórólfur Guðnason, mun á næstu tveimur dögum eða svo, skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum.

„Við gripum til ákveðinna ráðstafana í vor sem dugðu og mér finnst, og hefur alltaf fundist, eðlilegt að við notuðum sömu aðferðir í dag eins og voru notaðar í vor og ég held það sé engin ástæða til þess að víkja frá því. Þetta [kórónuveiran] er að þjóta um samfélagið og er raunverulega afskaplega lítið að minnka. Ég held það sé ástæða til að loka öllum búðum fyrir utan matvörubúðum, banna alla íþróttaiðkun - innanhúss sem utan - og að hólfa skólana eins og gert var í vor og svo framvegis,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík síðdegis.

Hann var spurður hvort hann væri hlynntur grímuskyldu í landinu.

„Ég er mjög hlynntur grímuskyldu en sú hugmynd nýtur ekki mikilla vinsælda hjá sóttvarnayfirvöldum. Mér finnst það svo sjálfsagt vegna þess að með grímunni þá ertu ekki að hafa áhrif á neitt annað en að minnka líkur á smiti.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×