David Alaba orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:10 David Alaba með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í ágúst. Getty/M. Donato Fréttirnar af Liverpool þessa dagana snúast aðallega hvernig knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ætlar að leysa það að Virgil van Dijk er með slitið krossband og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Meiðsli Fabinho í síðasta leik hafa aðeins aukið pressuna á að auka breiddina í miðvarðarstöðunum. Liverpool vantar reynslumikinn miðvörð til að hjálpa liðinu í gegnum þetta tímabil og ekki er slæmt ef sá leikmaður getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. David Alaba's contract talks with Bayern Munich have reportedly collapsed.The papers are linking him with a January move to Liverpool.The latest gossip https://t.co/D0eLQYUGsT#bbcfootball pic.twitter.com/B1eAP7ECYQ— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 David Alaba hjá Bayern München er einmitt leikmaður sem Liverpool er sagt hafa áhuga á og líkurnar á því að ná í kappann jukust eftir að fréttist af því að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðum leikmannsins og Bayern München. Bild slær því upp að ekkert gangi hjá Bæjurum að semja við Svisslendinginn. Samningur David Alaba rennur út næsta sumar en hann skrifaði undir fimm ára framlengingu í mars 2016. Alaba hefur verið hjá Bayern frá því sumarið 2010 eða í meira en áratug. Hann er núna 28 ára gamall. David Alaba gæti því yfirgefið Bayern í sumar á frjálsri sölu og því væri freistandi fyrir þýsku Evrópumeistarana að reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Liverpool reportedly considering move for David Alaba in January.— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 28, 2020 Það þykir líklegt að Liverpool nýti sér þetta dauðafæri því David Alaba er á óskalista félagsins samkvæmt heimildum Football Insider. Liverpool keypti Thiago af Bayern í haust og hver veit nema að það verði komnir tveir Evrópumeistarar í Liverpool liðið í janúar. David Alaba hefur spilað næstum því 400 leiki fyrir Bayern München en hann hefur unnið þýsku deildina níu sinnum og vann Meistaradeildina í annað skiptið í ágúst. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Fréttirnar af Liverpool þessa dagana snúast aðallega hvernig knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ætlar að leysa það að Virgil van Dijk er með slitið krossband og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Meiðsli Fabinho í síðasta leik hafa aðeins aukið pressuna á að auka breiddina í miðvarðarstöðunum. Liverpool vantar reynslumikinn miðvörð til að hjálpa liðinu í gegnum þetta tímabil og ekki er slæmt ef sá leikmaður getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. David Alaba's contract talks with Bayern Munich have reportedly collapsed.The papers are linking him with a January move to Liverpool.The latest gossip https://t.co/D0eLQYUGsT#bbcfootball pic.twitter.com/B1eAP7ECYQ— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 David Alaba hjá Bayern München er einmitt leikmaður sem Liverpool er sagt hafa áhuga á og líkurnar á því að ná í kappann jukust eftir að fréttist af því að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðum leikmannsins og Bayern München. Bild slær því upp að ekkert gangi hjá Bæjurum að semja við Svisslendinginn. Samningur David Alaba rennur út næsta sumar en hann skrifaði undir fimm ára framlengingu í mars 2016. Alaba hefur verið hjá Bayern frá því sumarið 2010 eða í meira en áratug. Hann er núna 28 ára gamall. David Alaba gæti því yfirgefið Bayern í sumar á frjálsri sölu og því væri freistandi fyrir þýsku Evrópumeistarana að reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Liverpool reportedly considering move for David Alaba in January.— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 28, 2020 Það þykir líklegt að Liverpool nýti sér þetta dauðafæri því David Alaba er á óskalista félagsins samkvæmt heimildum Football Insider. Liverpool keypti Thiago af Bayern í haust og hver veit nema að það verði komnir tveir Evrópumeistarar í Liverpool liðið í janúar. David Alaba hefur spilað næstum því 400 leiki fyrir Bayern München en hann hefur unnið þýsku deildina níu sinnum og vann Meistaradeildina í annað skiptið í ágúst.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira