Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:43 Í auglýsingunni birtist meðal annars griðungur sem hræðir vopnaða menn. Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu. Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu.
Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira