Ísland á tvo markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 10:00 Landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru að gera góða hluti í þýsku deildinni en næstu leikur þeirra verður í íslenska landsliðsbúningnum. Getty/Samsett Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT Þýski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT
Þýski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira