Íslenski boltinn

Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Fjölnir að vera í fínum málum í Pepsi Max-deild karla.
Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Fjölnir að vera í fínum málum í Pepsi Max-deild karla. vísir/vilhelm

Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig.

Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar.

„Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. 

Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk.

Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig.

„Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. 

„Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“

Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×