Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 14:00 Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Fjölnir að vera í fínum málum í Pepsi Max-deild karla. vísir/vilhelm Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55