Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 12:06 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur miklar áhyggjur af stöðunni vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira