„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2020 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson má ekki frekar en annað íþróttafólk æfa sína íþrótt á Íslandi fram til 17. nóvember. vísir/bára Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Hertar aðgerðir stjórnvalda, sem taka gildi á miðnætti, fela meðal annars í sér íþróttabann á öllu landinu til 17. nóvember. Það þýðir að landsliðsfólk í körfubolta þarf að búa sig undir komandi leiki með einstaklingsæfingum, utan körfuboltasalarins. Tólf af þrettán leikmönnum kvennalandsliðsins búa á Íslandi og munu því ekki geta æft fyrir komandi ferð til Krítar, þar sem liðið mætir Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 15. nóvember, í undankeppni EM. Karlalandsliðið fer til Slóvakíu 21. nóvember. Það var ákvörðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, að landsleikir færu fram í nóvember þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og að þeir yrðu í svokölluðum „sóttvarnakúlum“ í ákveðnum löndum. Kvennalandsliðið átti að mæta til Krítar 7. nóvember en þar sem að flug til Lundúna féll niður þarf liðið að ferðast 8. nóvember og treysta á að FIBA sætti sig við það. Það þýðir að liðið fær örfáa daga til æfinga á Krít fyrir leikina. Geta ekki einu sinni farið í salinn og skotið á körfu „Þessar fréttir í dag breyta ekki formlegum undirbúningi landsliðsins, en auðvitað er þetta slæmt fyrir stelpurnar því núna geta þær ekkert æft. Þær geta ekki einu sinni farið og skotið á körfu, í rúma viku, í undirbúningi fyrir landsleiki. Þetta er mjög slæmt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við munum klárlega skoða möguleikann á undanþágum til æfinga, þó að ég sé ekki bjartsýnn á slíkt,“ segir Hannes. Hann fer með kvennalandsliðinu til Krítar og var nýbúinn í fyrsta Covid-prófinu af mörgum sem hópurinn þarf að fara í vegna landsleikjanna, þegar hann ræddi við Vísi. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður kvennalandsliðsins sem spilar utan Íslands en hún er leikmaður Leicester Riders í Englandi.vísir/bára KKÍ barðist fyrir því að FIBA myndi hætta við landsleikina í nóvember vegna ástandsins, en talaði fyrir daufum eyrum. Það að staða íslensks landsliðsfólks hvað undirbúning varðar sé nú orðin enn verri breytir væntanlega engu þar um. Karlarnir út eftir enn lengri bið án æfinga Þó að nokkrir af helstu leikmönnum karlalandsliðs Íslands spili erlendis mun íþróttabannið hér á landi einnig bitna á því liði fyrir ferðina til Slóvakíu 21. nóvember. Ísland mætir þar Lúxemborg og Kósóvó í forkeppni HM. „Ef reglurnar gilda til 17. nóvember þá geta þeir leikmenn sem spila hér heima nánast ekkert gert fram að ferðinni út. Í karlalandsliðinu eru þó vissulega færri sem spila hér heima en í kvennalandsliðinu,“ segir Hannes sem eins og fyrr segir hyggst kanna möguleikann á undanþágu frá æfingabanni fyrir landsliðin. Formaðurinn vildi þó ítreka að enginn gerði lítið úr þeirri stöðu sem væri á landinu í baráttunni við kórónuveiruna: „Veiran er andstæðingurinn, enginn annar, og við verðum óháð öllu öðru að standa saman næstu 2-3 vikurnar svo við fáum eins eðlilegt líf og hægt er eftir 17. nóvember. Það skiptir mestu máli. Að sama skapi er samt hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk að geta ekki komist inn í íþróttahús til að æfa.“ Ljóst er að tíðindi dagsins hafa einnig í för með sér að keppni frestast í íslensku körfuboltadeildunum. Ráðgert hafði verið að hefja keppni þar að nýju um miðjan nóvember en nú er unnið að nýrri áætlun. Körfubolti Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Hertar aðgerðir stjórnvalda, sem taka gildi á miðnætti, fela meðal annars í sér íþróttabann á öllu landinu til 17. nóvember. Það þýðir að landsliðsfólk í körfubolta þarf að búa sig undir komandi leiki með einstaklingsæfingum, utan körfuboltasalarins. Tólf af þrettán leikmönnum kvennalandsliðsins búa á Íslandi og munu því ekki geta æft fyrir komandi ferð til Krítar, þar sem liðið mætir Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 15. nóvember, í undankeppni EM. Karlalandsliðið fer til Slóvakíu 21. nóvember. Það var ákvörðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, að landsleikir færu fram í nóvember þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og að þeir yrðu í svokölluðum „sóttvarnakúlum“ í ákveðnum löndum. Kvennalandsliðið átti að mæta til Krítar 7. nóvember en þar sem að flug til Lundúna féll niður þarf liðið að ferðast 8. nóvember og treysta á að FIBA sætti sig við það. Það þýðir að liðið fær örfáa daga til æfinga á Krít fyrir leikina. Geta ekki einu sinni farið í salinn og skotið á körfu „Þessar fréttir í dag breyta ekki formlegum undirbúningi landsliðsins, en auðvitað er þetta slæmt fyrir stelpurnar því núna geta þær ekkert æft. Þær geta ekki einu sinni farið og skotið á körfu, í rúma viku, í undirbúningi fyrir landsleiki. Þetta er mjög slæmt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við munum klárlega skoða möguleikann á undanþágum til æfinga, þó að ég sé ekki bjartsýnn á slíkt,“ segir Hannes. Hann fer með kvennalandsliðinu til Krítar og var nýbúinn í fyrsta Covid-prófinu af mörgum sem hópurinn þarf að fara í vegna landsleikjanna, þegar hann ræddi við Vísi. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður kvennalandsliðsins sem spilar utan Íslands en hún er leikmaður Leicester Riders í Englandi.vísir/bára KKÍ barðist fyrir því að FIBA myndi hætta við landsleikina í nóvember vegna ástandsins, en talaði fyrir daufum eyrum. Það að staða íslensks landsliðsfólks hvað undirbúning varðar sé nú orðin enn verri breytir væntanlega engu þar um. Karlarnir út eftir enn lengri bið án æfinga Þó að nokkrir af helstu leikmönnum karlalandsliðs Íslands spili erlendis mun íþróttabannið hér á landi einnig bitna á því liði fyrir ferðina til Slóvakíu 21. nóvember. Ísland mætir þar Lúxemborg og Kósóvó í forkeppni HM. „Ef reglurnar gilda til 17. nóvember þá geta þeir leikmenn sem spila hér heima nánast ekkert gert fram að ferðinni út. Í karlalandsliðinu eru þó vissulega færri sem spila hér heima en í kvennalandsliðinu,“ segir Hannes sem eins og fyrr segir hyggst kanna möguleikann á undanþágu frá æfingabanni fyrir landsliðin. Formaðurinn vildi þó ítreka að enginn gerði lítið úr þeirri stöðu sem væri á landinu í baráttunni við kórónuveiruna: „Veiran er andstæðingurinn, enginn annar, og við verðum óháð öllu öðru að standa saman næstu 2-3 vikurnar svo við fáum eins eðlilegt líf og hægt er eftir 17. nóvember. Það skiptir mestu máli. Að sama skapi er samt hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk að geta ekki komist inn í íþróttahús til að æfa.“ Ljóst er að tíðindi dagsins hafa einnig í för með sér að keppni frestast í íslensku körfuboltadeildunum. Ráðgert hafði verið að hefja keppni þar að nýju um miðjan nóvember en nú er unnið að nýrri áætlun.
Körfubolti Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13