Heims- og Evrópumeistarinn Nobby Stiles látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 16:31 Nobby Stiles (lengst til hægri) fagnar heimsmeistaratitlinum 1966 ásamt Alf Ramsey og Bobby Moore. getty/Hulton Archive Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt. Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt.
Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira