Myndbandsdómgæsla í brennidepli er Bale tryggði Tottenham sigur 1. nóvember 2020 21:15 Úr leik kvöldsins. Tottenham Hotspur/Getty Images Myndbandsdómgæsla leiksins fær fyrirsagnirnar en það var varamaðurinn Gareth Bale sem tryggði Tottenham Hotspur 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Harry Kane kom heimamönnum í Tottenham yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Upphaflega hafði dómari leiksins dæmt aukaspyrnu en eftir að atvikið var skoðað var ljóst að brotið - ef brot skyldi kalla - átti sér stað á vítateigslínunni. Kane bakkaði í rauninni undir Adam Lallana er sá síðarnefndi fór í skallabolta og hrundi í kjölfarið í jörðina. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Kane gerir þetta og margir á því að framherjinn sé þarna að svindla. Þá er óttast að hann geti stórslasað andstæðinga sína er þeir missa allt jafnvægi þegar Kane bakkar inn í þá. Thought @HKane bought that one. Just backed into Lallana and also not convinced it was inside the box.— Gary Lineker (@GaryLineker) November 1, 2020 Staðan því 1-0 og þannig var hún fram í síðari hálfleik. Þá jafnaði Tariq Lamptey metin með góðu marki en nokkuð ljóst var að Brighton hafði brotið af sér í aðdraganda marksins. Þó svo að dómari leiksins hafi farið í skjáinn góða á hliðarlínunni þá ákvað hann ekki að breyta ákvörðun sinni. Er hann fyrsti dómarinn á þessu tímabili sem gerir slíkt en hingað til hafa allir dómarar deildarinnar breytt dómi sínum eftir að fara í skjáinn. Staðan orðin 1-1 en Brighton höfðu gert tilkall til vítaspyrnu fyrr í leiknum, þá var hins vegar ekkert dæmt. Það var svo á 73. mínútu sem varamaðurinn Gareth Bale skaut upp kollinum og skoraði sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 og sigurinn Tottenham-manna í kvöld. 7y 166d Gareth Bale has scored his first Tottenham goal in 7 years & 166 days, last doing so on his farewell appearance for the club vs Sunderland back in May 2013. He scored exactly 200 seconds after entering the pitch. Yardage. pic.twitter.com/IJxGooyUgI— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2020 Tottenham er nú komið í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveim stigum á eftir toppliði Liverpool. Fótbolti Enski boltinn
Myndbandsdómgæsla leiksins fær fyrirsagnirnar en það var varamaðurinn Gareth Bale sem tryggði Tottenham Hotspur 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Harry Kane kom heimamönnum í Tottenham yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Upphaflega hafði dómari leiksins dæmt aukaspyrnu en eftir að atvikið var skoðað var ljóst að brotið - ef brot skyldi kalla - átti sér stað á vítateigslínunni. Kane bakkaði í rauninni undir Adam Lallana er sá síðarnefndi fór í skallabolta og hrundi í kjölfarið í jörðina. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Kane gerir þetta og margir á því að framherjinn sé þarna að svindla. Þá er óttast að hann geti stórslasað andstæðinga sína er þeir missa allt jafnvægi þegar Kane bakkar inn í þá. Thought @HKane bought that one. Just backed into Lallana and also not convinced it was inside the box.— Gary Lineker (@GaryLineker) November 1, 2020 Staðan því 1-0 og þannig var hún fram í síðari hálfleik. Þá jafnaði Tariq Lamptey metin með góðu marki en nokkuð ljóst var að Brighton hafði brotið af sér í aðdraganda marksins. Þó svo að dómari leiksins hafi farið í skjáinn góða á hliðarlínunni þá ákvað hann ekki að breyta ákvörðun sinni. Er hann fyrsti dómarinn á þessu tímabili sem gerir slíkt en hingað til hafa allir dómarar deildarinnar breytt dómi sínum eftir að fara í skjáinn. Staðan orðin 1-1 en Brighton höfðu gert tilkall til vítaspyrnu fyrr í leiknum, þá var hins vegar ekkert dæmt. Það var svo á 73. mínútu sem varamaðurinn Gareth Bale skaut upp kollinum og skoraði sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 og sigurinn Tottenham-manna í kvöld. 7y 166d Gareth Bale has scored his first Tottenham goal in 7 years & 166 days, last doing so on his farewell appearance for the club vs Sunderland back in May 2013. He scored exactly 200 seconds after entering the pitch. Yardage. pic.twitter.com/IJxGooyUgI— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2020 Tottenham er nú komið í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveim stigum á eftir toppliði Liverpool.