„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2020 19:20 Þórir er hann var ráðinn til félagsins. HEIMASÍÐA ÞRÓTTAR Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri. Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti