Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2020 10:53 Leikmenn og starfslið Vals fagnaði í Fjósinu í gær. Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. Valsmenn voru með átta stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla þegar Knattspyrnusambandið tilkynnti að mótið hefði verið blásið af í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar. „Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í gærkvöldi. 27 á hópmynd Hópurinn virðist hafa ákveðið að fagna saman í Fjósinu en þar var meðal annars tekin hópmynd af liðinu, allir með grímu, undir merki félagsins. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, deildi hópmyndinni og velti fyrir sér hvort ekki væri verið að brjóta samkomubann, sem miðaði í gær við tuttugu manns. Á myndinni eru 27 saman í hóp, leikmenn og starfsmenn. Samkomubann hvað? pic.twitter.com/cvkDchiGfS— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 30, 2020 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR í knattspyrnu, vakti athygli á því hvernig Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki fögnuðu sínum Íslandsmeistaratitli. Birti hún mynd af leikmönnum Blika á fjarfundi til hliðar við hópmynd Valsara. Íslandsmeistarar kvk og íslandsmeistara kk að fagna titli í gær! Augljóst hvaða lið vinnur líka titil samfélagsins 🤝 Til hamingju @BreidablikFC @astaeir @berglindbjorg10 @hildurantons pic.twitter.com/nZ1tkkY1s7— Þórdís Hrönn (@sosi93) October 31, 2020 Þá var hellt í glös og á einum tímapunkti stóðu leikmenn á stólum og sungu saman. Myndbandi úr gleðskapnum var deilt í stuðningsmannahópi Vals á Facebook sem telur á þriðja þúsund manns. Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, hafði ekki heyrt af gleðskapnum þegar Vísir hafði samband í morgun. Gleðskapurinn hafi ekki verið á vegum félagsins en honum skiljist að samkoman hafi staðið yfir í um klukkustund, á níunda tímanum í gærkvöldi. „Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins,“ segir Árni Pétur. Framkvæmdastjóri Vals og formaður knattspyrnudeildar hafi heldur ekki vitað af hittingnum. Árni Pétur segist ætla að fá frekari skýringar á þessu í dag. „Þetta stóð stutt yfir en ég harma að þetta hafi gerst.“ Passa sig ekki í partýjum Tuttugu manna samkomubann var í gildi á landinu í gærkvöldi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað sérstaklega við gleðskap og vakti athygli á því í byrjun október, við hertar aðgerðir, að fólk gleymdi sér í gleðskap. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglugerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað við partýhaldi.Vísir/Vilhelm Fjölmörg lið höfðu ástæðu til að hlæja eða gráta í gærkvöldi þegar mótið var blásið af. Skiptar skoðanir eru um ákvörðun KSÍ sem litast af hagsmunum liða með þá ákvörðun að blása mótið af. Í tilfelli Magna frá Grenivík féll liðið úr 1. deild á eins marks mun. Kvennalið KR féll úr efstu deild en liðið hafði spilað tveimur leikjum færri en liðin fyrir ofan vegna endurtekinnar sóttkvíar í sumar. Pepsi Max-deild karla Valur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. Valsmenn voru með átta stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla þegar Knattspyrnusambandið tilkynnti að mótið hefði verið blásið af í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar. „Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í gærkvöldi. 27 á hópmynd Hópurinn virðist hafa ákveðið að fagna saman í Fjósinu en þar var meðal annars tekin hópmynd af liðinu, allir með grímu, undir merki félagsins. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, deildi hópmyndinni og velti fyrir sér hvort ekki væri verið að brjóta samkomubann, sem miðaði í gær við tuttugu manns. Á myndinni eru 27 saman í hóp, leikmenn og starfsmenn. Samkomubann hvað? pic.twitter.com/cvkDchiGfS— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 30, 2020 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR í knattspyrnu, vakti athygli á því hvernig Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki fögnuðu sínum Íslandsmeistaratitli. Birti hún mynd af leikmönnum Blika á fjarfundi til hliðar við hópmynd Valsara. Íslandsmeistarar kvk og íslandsmeistara kk að fagna titli í gær! Augljóst hvaða lið vinnur líka titil samfélagsins 🤝 Til hamingju @BreidablikFC @astaeir @berglindbjorg10 @hildurantons pic.twitter.com/nZ1tkkY1s7— Þórdís Hrönn (@sosi93) October 31, 2020 Þá var hellt í glös og á einum tímapunkti stóðu leikmenn á stólum og sungu saman. Myndbandi úr gleðskapnum var deilt í stuðningsmannahópi Vals á Facebook sem telur á þriðja þúsund manns. Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, hafði ekki heyrt af gleðskapnum þegar Vísir hafði samband í morgun. Gleðskapurinn hafi ekki verið á vegum félagsins en honum skiljist að samkoman hafi staðið yfir í um klukkustund, á níunda tímanum í gærkvöldi. „Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins,“ segir Árni Pétur. Framkvæmdastjóri Vals og formaður knattspyrnudeildar hafi heldur ekki vitað af hittingnum. Árni Pétur segist ætla að fá frekari skýringar á þessu í dag. „Þetta stóð stutt yfir en ég harma að þetta hafi gerst.“ Passa sig ekki í partýjum Tuttugu manna samkomubann var í gildi á landinu í gærkvöldi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað sérstaklega við gleðskap og vakti athygli á því í byrjun október, við hertar aðgerðir, að fólk gleymdi sér í gleðskap. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglugerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað við partýhaldi.Vísir/Vilhelm Fjölmörg lið höfðu ástæðu til að hlæja eða gráta í gærkvöldi þegar mótið var blásið af. Skiptar skoðanir eru um ákvörðun KSÍ sem litast af hagsmunum liða með þá ákvörðun að blása mótið af. Í tilfelli Magna frá Grenivík féll liðið úr 1. deild á eins marks mun. Kvennalið KR féll úr efstu deild en liðið hafði spilað tveimur leikjum færri en liðin fyrir ofan vegna endurtekinnar sóttkvíar í sumar.
Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglugerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Pepsi Max-deild karla Valur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50