„Peningaleysi er ekki skýringin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira