Mahomes frábær í stórsigri Kansas | Steelers enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Þetta var eitt af fáum skiptum sem leikmenn Jets komust nálægt Mahomes í kvöld. William Purnell/Getty Images Nokkrum af leikjum kvöldsins er nú lokið í NFL-deildinni. Ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs unnu stórsigur á New York Jets. Pittsburgh Steelers eru enn með fullt hús stig og New England Patriots eru Fyrir fram var frekar auðvelt að giska á úrslit kvöldsins en Kansas hafði unnið sex af sjö leikjum sínum á meðan Jets höfðu tapað öllum sínum. Að venju var það leikstjórnandi Patrick Mahomes sem stýrði Chiefs liðinu af mikilli yfirvegun. Alls kastaði hann fyrir fimm snertimörkum í öruggum 35-9 sigri Chiefs. MAKE THAT TOUCHDOWNS!#NYJvsKC on CBS pic.twitter.com/QUiU4J5lOs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 1, 2020 Pittsburgh Steelers unnu sinn sjöunda leik í röð er þeir lögðu Baltimore Ravens af velli í kvöld, 28-24. Ravens voru öflugri í fyrri hálfleik og leiddu 17-7 í hálfleik. Steelers byrjuðu þann síðari eins og liðið sem valdið hefur en þeir unnu 3. leikhluta 14-0 og lögðu grunninn að sigrinum þar. Fór það svo að þeir unnu 28-24 eins og áður sagði og eru með fullt hús stiga. You love to see it!@ChaseClaypool | CBS https://t.co/tI5aUTu7te pic.twitter.com/jnpvs2XojD— Pittsburgh Steelers (@steelers) November 1, 2020 Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kastaði fyrir tveimur snertimörkum í liði Steelers í kvöld. Hjá Ravens gerði Lamar Jackson slíkt hið sama en tvívegis voru sendingar hans gripnar af varnarmönnum Steelers. Að lokum heldur hörmulegt gengi New England Patriots áfram en liðið tapaði með þriggja stiga mun fyrir Buffalo Bills í kvöld, 24-21. Á ekki af liðinu að ganga þessa dagana en liðið hefur nú tapað fimm af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Önnur úrslit Green Bay Packers 22-28 Minnesota Vikings Cincinnati Bengals 31-20 Tennessee Titans Detroit Lions 21-41 Indianapolis Colts Miami Dolphins 28-17 Los Angeles Rams Cleveland Browns 6-16 Las Vegas Raiders NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sjá meira
Nokkrum af leikjum kvöldsins er nú lokið í NFL-deildinni. Ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs unnu stórsigur á New York Jets. Pittsburgh Steelers eru enn með fullt hús stig og New England Patriots eru Fyrir fram var frekar auðvelt að giska á úrslit kvöldsins en Kansas hafði unnið sex af sjö leikjum sínum á meðan Jets höfðu tapað öllum sínum. Að venju var það leikstjórnandi Patrick Mahomes sem stýrði Chiefs liðinu af mikilli yfirvegun. Alls kastaði hann fyrir fimm snertimörkum í öruggum 35-9 sigri Chiefs. MAKE THAT TOUCHDOWNS!#NYJvsKC on CBS pic.twitter.com/QUiU4J5lOs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 1, 2020 Pittsburgh Steelers unnu sinn sjöunda leik í röð er þeir lögðu Baltimore Ravens af velli í kvöld, 28-24. Ravens voru öflugri í fyrri hálfleik og leiddu 17-7 í hálfleik. Steelers byrjuðu þann síðari eins og liðið sem valdið hefur en þeir unnu 3. leikhluta 14-0 og lögðu grunninn að sigrinum þar. Fór það svo að þeir unnu 28-24 eins og áður sagði og eru með fullt hús stiga. You love to see it!@ChaseClaypool | CBS https://t.co/tI5aUTu7te pic.twitter.com/jnpvs2XojD— Pittsburgh Steelers (@steelers) November 1, 2020 Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kastaði fyrir tveimur snertimörkum í liði Steelers í kvöld. Hjá Ravens gerði Lamar Jackson slíkt hið sama en tvívegis voru sendingar hans gripnar af varnarmönnum Steelers. Að lokum heldur hörmulegt gengi New England Patriots áfram en liðið tapaði með þriggja stiga mun fyrir Buffalo Bills í kvöld, 24-21. Á ekki af liðinu að ganga þessa dagana en liðið hefur nú tapað fimm af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Önnur úrslit Green Bay Packers 22-28 Minnesota Vikings Cincinnati Bengals 31-20 Tennessee Titans Detroit Lions 21-41 Indianapolis Colts Miami Dolphins 28-17 Los Angeles Rams Cleveland Browns 6-16 Las Vegas Raiders
NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sjá meira