Gjörsamlega trompaðist eftir að Albert skoraði hjá honum í annað skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:01 Albert Gudmundsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti Waalwijk og markvörðurinn Kostas Lamprou er ekki sáttur. Lamprou gjörsamlega brjálaðist síðan við seinna markið. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti