Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 10:46 Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu og hafa hann og stjórn fyrirtækisins gengið frá samkomulagi um starfslok. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að Birgir hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í júní 2019 og hafi „frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórnendateymi, stýrt félaginu í gegnum mikið og farsælt umbreytingaferli. Tekist hefur að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og skapa því sterkari stöðu til framtíðar. Þá hefur þjónusta Póstsins verið bætt og aukin. Framundan eru áframhaldandi krefjandi og ný verkefni hjá Íslandspósti en Birgir mun gegna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn,“ eins og segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi í tilkynningunni að mikill viðsnúningur hafi orðið í rekstri Íslandspósts og að það hafi verið heiður að takast á við krefjandi verkefni með öflugum hópi starfsmanna um allt land. „Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hlakka mikið til að sjá Póstinn blómstra sem aldrei fyrr í höndunum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ segir Birgir. Birgir greinir jafnframt frá þessu með pistli á Facebooksíðu sinni. Þar endurtekur hann að þetta hafi verði frábært verkefni en rétti tíminn til að skipta um við stýrið, eins og hann orðar það: „Stærstu rekstrarmálin eru leyst og önnur sjónarmið og svo það sé bara sagt hreint út, pólitískari sjónarmið, fara að skipta meira máli. Þetta er kannski eðlilegt í ljósi eignarhaldsins. Ég sem rekstrarmaður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henni.“ Í dag er tilkynnt um það að ég hef sagt starfi mínu lausu hjá Póstinum. Ég hafði það að markmiði þegar ég kom til...Posted by Birgir Jónsson on Mánudagur, 2. nóvember 2020 Pósturinn Vistaskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu og hafa hann og stjórn fyrirtækisins gengið frá samkomulagi um starfslok. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að Birgir hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í júní 2019 og hafi „frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórnendateymi, stýrt félaginu í gegnum mikið og farsælt umbreytingaferli. Tekist hefur að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins og skapa því sterkari stöðu til framtíðar. Þá hefur þjónusta Póstsins verið bætt og aukin. Framundan eru áframhaldandi krefjandi og ný verkefni hjá Íslandspósti en Birgir mun gegna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn,“ eins og segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi í tilkynningunni að mikill viðsnúningur hafi orðið í rekstri Íslandspósts og að það hafi verið heiður að takast á við krefjandi verkefni með öflugum hópi starfsmanna um allt land. „Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hlakka mikið til að sjá Póstinn blómstra sem aldrei fyrr í höndunum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ segir Birgir. Birgir greinir jafnframt frá þessu með pistli á Facebooksíðu sinni. Þar endurtekur hann að þetta hafi verði frábært verkefni en rétti tíminn til að skipta um við stýrið, eins og hann orðar það: „Stærstu rekstrarmálin eru leyst og önnur sjónarmið og svo það sé bara sagt hreint út, pólitískari sjónarmið, fara að skipta meira máli. Þetta er kannski eðlilegt í ljósi eignarhaldsins. Ég sem rekstrarmaður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henni.“ Í dag er tilkynnt um það að ég hef sagt starfi mínu lausu hjá Póstinum. Ég hafði það að markmiði þegar ég kom til...Posted by Birgir Jónsson on Mánudagur, 2. nóvember 2020
Pósturinn Vistaskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira