Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2020 16:25 Búðareigandi lokar snemma í Barcelona á Spáni. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir hafa lagst þungt á fyrirtæki og heimili víða um heim. Mótvægisaðgerðir sem var gripið til í mörgum löndum eru nú að renna sitt skeið þrátt fyrir að faraldurinn sé víða í mikilli sókn. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira