Klopp talaði um marbletti Mo Salah á blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 09:31 Liverpool maðurinn Mohamed Salah liggur í grasinu eftir brot Arthur Masuaku hjá West Ham. Getty/Jon Super Dýfingar Mohamed Salah hafa verið í umræðunni eftir að knattspyrnustjóri West Ham gagnrýndi hann fyrir fiska víti með einni slíkri í sigri Liverpool á West Ham. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, hélt því fram að Egyptinn hefði látið sig falla þegar hann fékk vítaspyrnu á móti West Ham. West Ham var þá 1-0 yfir en Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði leikinn. Liverpool skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik. Mohamed Salah átti að mati Moyes hafa látið sig falla í grasið en það sáu þó allir, þar á meðal Varsjáin, að Arthur Masuakua sparkaði þar klaufalega í hann. Jürgen Klopp var spurður út í þetta atvik á blaðamannafundi í gær en þýski stjórinn var þá kominn til að ræða Meistaradeildarleik við Atatlanta sem fer fram á Ítalíu í kvöld. „Hvað get ég sagt? Þetta var brot. Það var það fyrir nánast alls sem sáu það,“ sagði Jürgen Klopp. "What can I say..." Jurgen Klopp laughs off criticism aimed at Mohamed Salah pic.twitter.com/0knvjSBbSE— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 2, 2020 „Ótrúlegt en satt þá ræddi ég við Mo í gærmorgunn og spurði hann út í það hvernig honum liði. Hann sagðist vera með þrjá marbletti frá leiknum og einn þeirra var frá því þegar hann fékk víti,“ sagði Klopp. „Við ræðum ekki vítaspyrnur sem við fáum ekki en samt erum við tveimur dögum síðar enn að tala um eina sem við fengum,“ sagði Klopp. „Það var augljóst að hann kom við hann. Ég skil því ekki gagnrýnina,“ sagði Klopp. Svör Jürgen Klopp voru áberandi í ensku miðlunum um morgun eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Baksíða Daily Star Leikur Atlanta og Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en það verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins og sýnt um leið og eitthvað gerist í þeim. Meistaradeildarmörkin eru síðan eftir leikina á sömu rás. Alls verða fjórir Meistaradeildarleikir í beinni í kvöld. Sá fyrsti er leikur Lokomotiv Moskvu og Atletico Madrid á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17.55. Klukkan 20.00 verða síðan sýndir auk Liverpool leiksins, leikur Manchester City og Olympiacos á Stöð 2 Sport 5 og leikur Real Madrid og Inter á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Dýfingar Mohamed Salah hafa verið í umræðunni eftir að knattspyrnustjóri West Ham gagnrýndi hann fyrir fiska víti með einni slíkri í sigri Liverpool á West Ham. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, hélt því fram að Egyptinn hefði látið sig falla þegar hann fékk vítaspyrnu á móti West Ham. West Ham var þá 1-0 yfir en Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði leikinn. Liverpool skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik. Mohamed Salah átti að mati Moyes hafa látið sig falla í grasið en það sáu þó allir, þar á meðal Varsjáin, að Arthur Masuakua sparkaði þar klaufalega í hann. Jürgen Klopp var spurður út í þetta atvik á blaðamannafundi í gær en þýski stjórinn var þá kominn til að ræða Meistaradeildarleik við Atatlanta sem fer fram á Ítalíu í kvöld. „Hvað get ég sagt? Þetta var brot. Það var það fyrir nánast alls sem sáu það,“ sagði Jürgen Klopp. "What can I say..." Jurgen Klopp laughs off criticism aimed at Mohamed Salah pic.twitter.com/0knvjSBbSE— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 2, 2020 „Ótrúlegt en satt þá ræddi ég við Mo í gærmorgunn og spurði hann út í það hvernig honum liði. Hann sagðist vera með þrjá marbletti frá leiknum og einn þeirra var frá því þegar hann fékk víti,“ sagði Klopp. „Við ræðum ekki vítaspyrnur sem við fáum ekki en samt erum við tveimur dögum síðar enn að tala um eina sem við fengum,“ sagði Klopp. „Það var augljóst að hann kom við hann. Ég skil því ekki gagnrýnina,“ sagði Klopp. Svör Jürgen Klopp voru áberandi í ensku miðlunum um morgun eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Baksíða Daily Star Leikur Atlanta og Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en það verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins og sýnt um leið og eitthvað gerist í þeim. Meistaradeildarmörkin eru síðan eftir leikina á sömu rás. Alls verða fjórir Meistaradeildarleikir í beinni í kvöld. Sá fyrsti er leikur Lokomotiv Moskvu og Atletico Madrid á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17.55. Klukkan 20.00 verða síðan sýndir auk Liverpool leiksins, leikur Manchester City og Olympiacos á Stöð 2 Sport 5 og leikur Real Madrid og Inter á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti