Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Skjáskot úr þættinum Falleg íslensk heimili sem sýna sannarlega hversu fallegt hús er um að ræða. Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira