Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 12:43 Hæstaréttar býður nú það viðfangsefni að fjalla um meiðyrðamál forseta réttarins, Benedikts Bogasonar, á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni. En sýknað var í málinu í héraði sem og í Landsrétti. Hæstiréttur Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni liggur nú ódæmt hjá Hæstarétti Íslands og bíður meðferðar. Það sem gerir málið einkar eftirtektarvert er sú staðreynd að Benedikt er nú forseti Hæstaréttar en Jón Steinar er fyrrverandi dómari við réttinn. Málið setur að mati Jóns Steinars réttarkerfi landsins í uppnám. Jón Steinar greindi frá þessu í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær en þar var til umfjöllunar mál sem hann tapaði fyrir hönd Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við HR, gegn skólanum fyrir Landsrétti. Jón Steinar segir málið lýsa hrollvekjandi þróun sem upp er komin varðandi tjáningarfrelsið í þessu landi og þá gagnvart dómsstólum. Hann rifjaði þá upp eigið mál sem dæmi um slíkt. Málið má heita einstakt; fáheyrt er að rekið sé mál fyrir dómsstólum þar sem forseti dómsins er málsaðili. Hæfi Hæstaréttar í háska Vísir hefur fjallað ítarlega um málið, en Benedikt Bogason þá hæstaréttardómari, kærði Jón Steinar fyrir meiðyrði vegna ummæla sem féllu í bók sem Jón Steinar sendi frá sér árið 2017. „Sá ágæti dómari er núna orðinn forseti Hæstaréttar. Og heldur áfram málsýfingum sínum við mig út af þessu þó ég hafi verið sýknaður bæði í héraði og Landsrétti, þá fékk hann áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar,“ segir Jón Steinar en viðtalið við Jón Steinar má heyra í heild sinni í spilaranum hér neðar en umræddur þáttur þess viðtals, sem lesa má hér neðar, hefst 16:50. Ertu að segja mér það að verið sé að reka mál gagnvart þér frá manninum sem er forseti Hæstaréttar? „Jájá. Hann var það að vísu ekki þegar hann höfðaði málið. Hann var dómari í Hæstarétti. Ég skrifaði í bók minni „Með lognið í fangið“ sem kom út haustið 2017, kafla um dóm sem hafði gengið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni, sem var gamall vinur minn, var fyrsta hrunmálið ef svo má segja. Hann var þar sakfelldur og ég taldi að sú sakfelling stæðist ekki. Ég skrifaði kafla í þessa bók, 25 blaðsíðna kafla með ítarlegum rökstuðningi fyrir skoðun minni og kallaði dóminn dómsmorð. Þá var það þannig að einn af þessum dómurum, þetta beindist ekkert sérstaklega að honum en hann átti sæti í dómnum, hann höfðaði mál gegn mér.“ Benedikt slapp frá málskostnaði Þar var þess krafist að téð ummæli Jóns Steinars yrðu dæmd ómerk og hann dæmdur til að greiða bætur. Jón Steinar segist auðvitað hafa varist því. „Þessi maður var þá formaður dómstólasýslunnar sem er stjórnsýslustofnun sem annaðist meðal annars tillögur um fjárveitingar til dómstólanna, heldur gæfulegt að reka mál gegn þeim manni fyrir dómsstólum. En það var nú þannig að ég var sýknaður í héraði. En látinn samt sjálfur bera minn málskostnað þannig að hann olli mér nokkrum fjárútlátum blessaður með þessu framtaki sínu,“ segir Jón Steinar sem telur það sérkennilega niðurstöðu. Jón Steinar telur einsýnt að málarekstur Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar á hendur sér setur réttarfar í landinu í uppnám.visir/vilhelm „Hann áfrýjaði til Landsréttar og þar var ég aftur sýknaður því það eru náttúrlega til fullt af dómum þar sem leyfa miklu grófari ummæli en ég hafði þarna. En hann virðist ekki átta sig á því blessaður maðurinn. Aftur slapp hann við að borga mér kostnað. Sem er held ég einstakt, þegar héraðsdómur er staðfestur með þessum hætti, að láta ekki þrjótinn borga kostnað sem gagnaðilinn hefur haft af þessu. Þá sækir hann um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar! Og hann fékk það. Núna er málið ódæmt í Hæstarétti.“ Jón Steinar hafði þá þegar, áður en málið var tekið fyrir í Landsrétti, leyfst sér að efast um hæfi dómsins til að fjalla um málið vegna stöðu Benedikts. Jón Steinar segir þá svo frá að búið sé að kveða til fimm dómara til að dæma þetta í Hæstarétti. Málið bíður þess að þeir geti hist en það hefur dregist vegna kórónuveirunnar eða eitthvað svoleiðis. Og í millitíðinni hefur Benedikt verið skipaður forseti Hæstaréttar. Hvernig getur þú reiknað með réttlátri málsmeðferð þegar það er sjálfur forseti Hæstaréttar sem sækir málið gegn þér? (Spurning útvarpsmanns.) „Mér dettur náttúrlega ekki í hug eitt augnablik annað en hlutlæg og málefnaleg sjónarmið ráði þegar dómsmál eru borin undir dóm,“ svarar Jón Steinar en getur þó ekki stillt sig um að nefna að hugsanlega megi greina nokkra kaldhæðni í þeim orðum sínum í ljósi þess sem áður var sagt. Dómskerfið í algeru uppnámi vegna málsins Jón Steinar segir klárt að skylda þeirra manna sem fara með dómaraembætti, að ekki sé nú talað um í Hæstarétti, sé sú að dæma eftir lögum. „Því miður hefur maður séð allt annað gerast alltof oft og ég hef skrifað um það ýmislegt. Því ég sætti mig ekki við að misfarið sé með dómsvaldið í þessu landi sem ég tel að við höfum orðið vitni að. Lögmaður Benedikts er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Ekki náðist í hann í morgun vegna málsins.visir/rakel Og þessi maður er náttúrlega bara ekkert í lagi að hann skuli vera að leggja á dómskerfið þessa málsókn sína þegar hann er sjálfur orðinn einhver valdamaður mikill við dómstólana. Og núna æðsti dómari landsins, forseti Hæstaréttar Íslands, að hann skuli ekki hætta þessu. En hann gerir það ekki. Vantar mikið dómgreind að halda þessu áfram og leggja þetta á dómskerfið, fyrir utan þessar málsýfingar gagnvart mér sem skipta minna máli,“ segir Jón Steinar. Málið er nú þegar komið í slíkan hnút að vandséð er að nokkur niðurstaða að viti fáist í málið: „Segjum að hann ynni málið og ég yrði dæmdur. Um hvað er sá dómur? Sá dómur væri ein allsherjar yfirlýsing til landsmanna: Gagnrýnið ekki dóma Hæstaréttar.“ Vísir náði í Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann Benedikts nú í hádeginu og innti hann eftir því hvort þetta mætti ekki heita allsérstök staða. En Vilhjálmur vill ekki tjá sig um það: „Málið er til meðferðar hjá Hæstarétti. Ég hef ekkert um þetta að segja.“ Dómsmál Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni liggur nú ódæmt hjá Hæstarétti Íslands og bíður meðferðar. Það sem gerir málið einkar eftirtektarvert er sú staðreynd að Benedikt er nú forseti Hæstaréttar en Jón Steinar er fyrrverandi dómari við réttinn. Málið setur að mati Jóns Steinars réttarkerfi landsins í uppnám. Jón Steinar greindi frá þessu í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær en þar var til umfjöllunar mál sem hann tapaði fyrir hönd Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við HR, gegn skólanum fyrir Landsrétti. Jón Steinar segir málið lýsa hrollvekjandi þróun sem upp er komin varðandi tjáningarfrelsið í þessu landi og þá gagnvart dómsstólum. Hann rifjaði þá upp eigið mál sem dæmi um slíkt. Málið má heita einstakt; fáheyrt er að rekið sé mál fyrir dómsstólum þar sem forseti dómsins er málsaðili. Hæfi Hæstaréttar í háska Vísir hefur fjallað ítarlega um málið, en Benedikt Bogason þá hæstaréttardómari, kærði Jón Steinar fyrir meiðyrði vegna ummæla sem féllu í bók sem Jón Steinar sendi frá sér árið 2017. „Sá ágæti dómari er núna orðinn forseti Hæstaréttar. Og heldur áfram málsýfingum sínum við mig út af þessu þó ég hafi verið sýknaður bæði í héraði og Landsrétti, þá fékk hann áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar,“ segir Jón Steinar en viðtalið við Jón Steinar má heyra í heild sinni í spilaranum hér neðar en umræddur þáttur þess viðtals, sem lesa má hér neðar, hefst 16:50. Ertu að segja mér það að verið sé að reka mál gagnvart þér frá manninum sem er forseti Hæstaréttar? „Jájá. Hann var það að vísu ekki þegar hann höfðaði málið. Hann var dómari í Hæstarétti. Ég skrifaði í bók minni „Með lognið í fangið“ sem kom út haustið 2017, kafla um dóm sem hafði gengið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni, sem var gamall vinur minn, var fyrsta hrunmálið ef svo má segja. Hann var þar sakfelldur og ég taldi að sú sakfelling stæðist ekki. Ég skrifaði kafla í þessa bók, 25 blaðsíðna kafla með ítarlegum rökstuðningi fyrir skoðun minni og kallaði dóminn dómsmorð. Þá var það þannig að einn af þessum dómurum, þetta beindist ekkert sérstaklega að honum en hann átti sæti í dómnum, hann höfðaði mál gegn mér.“ Benedikt slapp frá málskostnaði Þar var þess krafist að téð ummæli Jóns Steinars yrðu dæmd ómerk og hann dæmdur til að greiða bætur. Jón Steinar segist auðvitað hafa varist því. „Þessi maður var þá formaður dómstólasýslunnar sem er stjórnsýslustofnun sem annaðist meðal annars tillögur um fjárveitingar til dómstólanna, heldur gæfulegt að reka mál gegn þeim manni fyrir dómsstólum. En það var nú þannig að ég var sýknaður í héraði. En látinn samt sjálfur bera minn málskostnað þannig að hann olli mér nokkrum fjárútlátum blessaður með þessu framtaki sínu,“ segir Jón Steinar sem telur það sérkennilega niðurstöðu. Jón Steinar telur einsýnt að málarekstur Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar á hendur sér setur réttarfar í landinu í uppnám.visir/vilhelm „Hann áfrýjaði til Landsréttar og þar var ég aftur sýknaður því það eru náttúrlega til fullt af dómum þar sem leyfa miklu grófari ummæli en ég hafði þarna. En hann virðist ekki átta sig á því blessaður maðurinn. Aftur slapp hann við að borga mér kostnað. Sem er held ég einstakt, þegar héraðsdómur er staðfestur með þessum hætti, að láta ekki þrjótinn borga kostnað sem gagnaðilinn hefur haft af þessu. Þá sækir hann um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar! Og hann fékk það. Núna er málið ódæmt í Hæstarétti.“ Jón Steinar hafði þá þegar, áður en málið var tekið fyrir í Landsrétti, leyfst sér að efast um hæfi dómsins til að fjalla um málið vegna stöðu Benedikts. Jón Steinar segir þá svo frá að búið sé að kveða til fimm dómara til að dæma þetta í Hæstarétti. Málið bíður þess að þeir geti hist en það hefur dregist vegna kórónuveirunnar eða eitthvað svoleiðis. Og í millitíðinni hefur Benedikt verið skipaður forseti Hæstaréttar. Hvernig getur þú reiknað með réttlátri málsmeðferð þegar það er sjálfur forseti Hæstaréttar sem sækir málið gegn þér? (Spurning útvarpsmanns.) „Mér dettur náttúrlega ekki í hug eitt augnablik annað en hlutlæg og málefnaleg sjónarmið ráði þegar dómsmál eru borin undir dóm,“ svarar Jón Steinar en getur þó ekki stillt sig um að nefna að hugsanlega megi greina nokkra kaldhæðni í þeim orðum sínum í ljósi þess sem áður var sagt. Dómskerfið í algeru uppnámi vegna málsins Jón Steinar segir klárt að skylda þeirra manna sem fara með dómaraembætti, að ekki sé nú talað um í Hæstarétti, sé sú að dæma eftir lögum. „Því miður hefur maður séð allt annað gerast alltof oft og ég hef skrifað um það ýmislegt. Því ég sætti mig ekki við að misfarið sé með dómsvaldið í þessu landi sem ég tel að við höfum orðið vitni að. Lögmaður Benedikts er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Ekki náðist í hann í morgun vegna málsins.visir/rakel Og þessi maður er náttúrlega bara ekkert í lagi að hann skuli vera að leggja á dómskerfið þessa málsókn sína þegar hann er sjálfur orðinn einhver valdamaður mikill við dómstólana. Og núna æðsti dómari landsins, forseti Hæstaréttar Íslands, að hann skuli ekki hætta þessu. En hann gerir það ekki. Vantar mikið dómgreind að halda þessu áfram og leggja þetta á dómskerfið, fyrir utan þessar málsýfingar gagnvart mér sem skipta minna máli,“ segir Jón Steinar. Málið er nú þegar komið í slíkan hnút að vandséð er að nokkur niðurstaða að viti fáist í málið: „Segjum að hann ynni málið og ég yrði dæmdur. Um hvað er sá dómur? Sá dómur væri ein allsherjar yfirlýsing til landsmanna: Gagnrýnið ekki dóma Hæstaréttar.“ Vísir náði í Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann Benedikts nú í hádeginu og innti hann eftir því hvort þetta mætti ekki heita allsérstök staða. En Vilhjálmur vill ekki tjá sig um það: „Málið er til meðferðar hjá Hæstarétti. Ég hef ekkert um þetta að segja.“
Dómsmál Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira