Þær gátu sagst ætla að spila en við höfðum engan áhuga á að fara til Ítalíu núna Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 15:59 KA/Þór þarf að bíða lengur með að spila sína fyrstu Evrópuleiki. vísir/Bára „Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31