Þær gátu sagst ætla að spila en við höfðum engan áhuga á að fara til Ítalíu núna Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 15:59 KA/Þór þarf að bíða lengur með að spila sína fyrstu Evrópuleiki. vísir/Bára „Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
„Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31