Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2020 21:31 Sandra er 44 ára gömul kona búsett í Reykjavík. Hún býr ein en er gift, á kærasta og nokkra elskhuga. Getty „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. Sandra, sem kýs að koma ekki undir réttu nafni er 44 ára kona búsett í Reykjavík. Fyrir 7 árum síðan uppgötvaði hún sambandsform sem oftast er nefnt poly eða polyamory. Á íslensku hefur það sambandsform verið kallað fjölástir. Skilgreiningin á fjölástum er það þegar fólk er í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum með fleiri en einum aðila í einu. Opin samskipti og heiðarleiki eru grundvallaratriði í fjölástum þar sem fólk ákveður reglurnar fyrir sín sambönd í fullu samráði við aðra. Þessi sambönd geta tekið á sig margvíslegar myndir en Sandra segir hér frá sinni reynslu af fjölástum sem og swing-senunni í Reykjavík. Eiginmaðurinn býr með annari konu Í 18 ár var Sandra í sambúð með eiginmanni sínum og eiga þau börn saman. Fyrir sjö árum síðan segir Sandra að þau hafi bæði fundið að eitthvað þyrfti að breytast. „Við byrjuðum á því að prufa okkur áfram með það að opna sambandið og komumst þá að því að okkur langaði að kanna meira en það sem við gátum gefið hvoru öðru.“ Kom aldrei til greina að skilja? Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram. Við kynntum okkur poly (fjölástir) og ákváðum að fara bæði þá leið. Af hverju verður fólk að skilja þegar því langar að kanna aðra hluti í lífinu? Hér að neðan verður notast við orðið poly þegar talað er um fjölástir. Hvernig er sambandið ykkar í dag, búið þið enn saman? „Nei, við búum ekki saman en erum ennþá gift. Hann býr með kærustunni sinni, sem er líka poly. En til þess að geta verið í svona sambandi þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu. Ég bý ein en á kærasta. Reyndar á ég líka nokkra elskhuga,“ segir Sandra og brosir. Hvað með kærastann þinn, skilgreinir hann sig líka sem poly? „Já, að sjálfsögðu. Annars gengi þetta ekki upp. En hann hefur hvorki tíma né orku í að rækta náið ástarsamband við aðra manneskju en mig í dag. Hann myndi alveg vilja það og ég myndi líka vilja að hann væri að gera það. Þá væri kannski meira jafnræði í sambandinu.“ Sandra er í sambandsformi sem kallast fjölástir. (polyamory) Hún er gift manni sem hún býr ekki með. Á einnig kærasta og nokkra elskhuga. Getty Hefur þú aldrei fundið fyrir afbrýðisemi hjá honum þegar þú ert að hitta aðra? „Ó jú! Ég hef alveg fundið fyrir því. En það er bara eðlilegur og tæklanlegur partur af þessu.“ Áttu þá við spennuna og lostann? „Nei, spennan og lostinn eru yfirleitt ekki inni í poly hugsuninni. Ég á við það að geta rætt saman og komist í gegnum afbrýðisemina. Ekki á einhvern „agressívan“ hátt.“ Afbrýðisemi er oftast bara óöryggi. Spenna og losti er yfirleitt frekar tengt framhjáhaldi, svikum og leynileikjum, slíkt hverfur þegar allir tala heiðarlega um hlutina og allt er uppi á borðum. Myndir þú þá segia að fólk væri ekki að sækjast eftir meiri spennu eða losta með þessu sambandsformi? „Nei, ég held að þetta sé algengur misskilningur. Fólk er að leita eftir fleiri tengingum. Góðum tengingum.“ Eru fjölástir eða poly ekki ennþá frekar óþekkt í íslensku samfélagi? „Nei, alls ekki. Það er miklu stærra en fólk heldur og samfélagið alltaf að stækka.“ Eru einhver samtök eða hópur sem heldur utan um fólk sem stundar fjölástir hér á landi? „Nei, því miður. Það eru enn ekki komin samtök en mig dauðlangar sjálfri að stofna þau samtök. Þá yrði réttindabaráttan svo miklu meira fókuseruð og hægt að gera þetta sýnilegra og eðlilegra fyrir fólki. Það er aftur á móti lokuð Facebook grúppa fyrir fólk sem hefur áhuga á poly. Ef ég ætti að mæla með einhverju fyrir poly byrjendur mæli ég alltaf með bókinni Ethical Slut.“ Heldur þú að það sé mögulega algengara að fólk sækist í poly sambönd eftir löng sambönd með maka? „Já, það gæti verið. Þá er komið meira traust, þekking og einlægni. Fólk kann að tala saman, tækla málin og styðja hvort við annað.“ Það höfðar til dæmis betur við mig heldur en swing-senan, þó að ég sé partur af henni líka. Hún gengur meira út á kynferðislegar þrár heldur en nánar tilfinningalegar tengingar eins og ást. Sjálf segist Sandra skilgreina sig sem pansexual og laðast því að öllum kynjum. Í grunninn segist hún almennt vera forvitna og finnist gaman að skoða allar senurnar. „Ég er hinsegin og virk í BDSM senunni, swing-senunni og kinki. Þegar fólk er í réttu orkunni fyrir mig þá skiptir kynið ekki máli. Rétt „chemistry“ er kynlaust fyrir mér.“ Swing-senan á Íslandi er tabú Sandra talar um swing-senuna á Íslandi og segir hún hana vera mjög ólíka BDSM-senunni. Samfélagið sé meira falið og mörkin töluvert óskýrari. „Ég hef sótt swing-partý og einnig verið með öðrum pörum bara ein, en ekki með maka. Mér finnst bara svo margt í þessari senu sem getur orðið til vandræða, svo margt falið.“ Hvernig þá? „Mikið af óskrifuðum reglum og mikið af pörum sem fara inn í þetta á röngum forsendum.“ Það er mjög algengt að maðurinn vilji fara út í þetta til að fá einhvern draum uppfylltan. Drauminn um að sjá konuna sína með annarri konu. Svo er raunin kannski sú að það er konuna sem langar til vera með annarri konu eða öðrum manni og setur það í búninginn „ verum saman með öðru fólki“. Mörkin þarna geta verið svo óskýr. Sandra segist sjálf kunna betur við sig í poly samfélaginu eða BDSM-senunni frekar en swing-senunni. Ástæðuna segir hún meðal annars vera vegna hversu viðkvæmar aðstæðurnar geta orðið og að það fylgi henni mikill feluleikur. „Fólk sem er í þessu af einhverri alvöru hérna á Íslandi fer helst í ferðir erlendis og sækir kynlífsklúbba þar. Þar eru líkurnar á því að lenda í vandræðum eða viðkvæmum aðstæðum miklu minni.“ Sandra segir Íslendinga í swing-senunni sækja mikið í að fara á kynlífsklúbba erlendis því þar séu minni líkur á því að lenda í viðkvæmum aðstæðum. Getty Myndir þú halda að samfélagið væri of lítið hér fyrir fólk sem vill stunda það að swinga? „Já, það er alltof lítið. Það er mikil leynd sem hvílir yfir swing-senunni vegna smæðar samfélagsins okkar.“ Þriðja hjólið í rúminu Að vera þriðja manneskjan með pörum í rúminu er eitthvað sem Sandra segist stundum gera og segir hún það mjög misjafnt hvernig fólk nálgist hana. Vandamálið er svo oft það að pör sem kjósa það að stunda swing kunna stundum ekki að vera heiðarleg hvort við annað. Mörkin eru svo óskýr, sérstaklega þegar þetta eru nýliðar og fólk er að prófa sig áfram. „Það er svo mismunandi hvort karlinn eða konan sé sá aðili sem hefur samband og tekur það að sér að velja auka manneskju. Mér finnst oftast mun betra að tala við konuna.“ Ertu þá að meina þegar hún velur? „Já! Því þá get ég spurt spurninga sem sýnir hvar þau eru stödd í raun og veru. Finnst þér mikill munur þar á kynjunum? Já, konurnar eru yfirleitt með öll mörk skýrari. Karlinn er oftast meira „ertu til í að vera með konunni minni? er það heitt?“ segir Sandra og ranghvolfir augunum. Ertu skráð inn á Einkamál, eða hvar er fólk helst að nálgast þig? „Ég er inni á Tinder og er með opinn prófíl bæði fyrir konur og karla. Svo á ég líka þó nokkuð af vinafólki sem er í swing-senunni og er skráð inn á síðuna SDC. En ég fer stundum með þessu vinafólki í swing-partýin.“ Hvaða síða er SDC? „Það er kynlífssíða fyrir pör, svipuð og einkamál nema alþjóðleg síða og mun öruggara. Mér finnst Einkamála síðan hér heima mjög vafasöm.“ Þó svo að Sandra eigi kærasta segist hún kjósa það að vera ein þegar hún sækir swing-partý. Af hverju finnst þér betra að fara ein í þessi partý? Málið er það að þegar tveir einstaklingar eða pör fara að leika sér með öðrum þá eru mörkin og langanir oft ekki nógu skýrar. En þegar þú ert einn að fikra þig í svona heimi þá er svo miklu auðveldara að skilja sjálfa sig og senuna að mínu mati. Það hefur allavega átt best við mig. Ég vil vera í minni orku og ekki pæla í öðrum en leikfélögum. Illa séð að karlar komi einir í swingpartý Swing-partýin eru að sögn Söndru kölluð leikpartý og virka yfirleitt þannig að það þarf einhver að vera búinn að mæla með þér til þess að þú eigir möguleika á því að verða boðið. „Þessi partý eru misstór og mjög misjafnt hvernig stemmningin er. Sem dæmi fór ég ein með vinafólki, sem er par, í eitt partý þar sem gestgjafarnir leigðu sumarbústað. Þau eru mjög reynd í þessari senu og eru skráð inn á SDC síðuna. Í heildina voru þetta kannski 15 – 20 pör sem mættu og við vorum nokkrar konur sem komu einar. Öll vorum við mætt til að leika.“ Hvernig fer svona partý fram, hvernig ræðst það hver leikur við hvern? „Þetta er almennt mjög mismunandi og fer eftir stemmningunni hverju sinni. Í þessu partýi voru sum pör þarna bara til að kynnast öðrum og sjá hvort að það væri einhver spenna og sumir fóru í leik.“ Nú mættir þú ein, eru þessi partý opin öllum sem hafa áhuga? Nei, alls ekki. Þessi partý eru alls ekki opin og langoftast er þetta þannig að fólk vill bara bjóða öðrum sem eru vanir. Pör borga sig inn til að dekka allan kostnað en við konurnar sem komum einar þurfum ekki að borga. Stakar konur er velkomnar en yfirleitt ekki stakir karlmenn. Af hverju er gerður munur þar á? „Það er einmitt svolítið sérstakt. Það er bara illa séð að karlmenn komi einir í svona partý. Í swing-senunni er eins og konurnar megi vera bi (tvíkynhneigðar) og vera með öðrum konum en karlar ekki með öðrum körlum.“ Hvað finnst þér persónulega um það? „Sjálfri finnst mér það frekar súrt og normfast, en svona er þetta yfirleitt. Karlmenn sem vilja svinga með öðrum karlmönnum eru yfirleitt í öðrum senum.“ Swing-partýin eru alltaf frekar leyndir viðburðir og ekki hægt að mæta á þá nema að þér sé sérstaklega boðið. Getty Ekki pressa að „leika“ alltaf í partýum Þegar þú kemur í svona partý, er þá pressa að þú finnir einhvern til að leika við? „Ég persónulega verð að spjalla og kynnast fólki til þess að finna hvort að það sé eitthvað „chemistry“ á milli. Annars langar mig ekki að leika svona einnota leik. Yfirleitt er engin pressa að allir séu að leika en ég hef þó alveg lent í svoleiðis partýi.“ Hvernig var sú reynsla? „Það er aldrei góð upplifun þegar það er pressa á þig að taka þátt og þér ekki gefið svigrúm til að spjalla. Flestir vilja slaka á og kynnast.“ Ég mætti einu sinni í partý þar sem gestgjafinn var karl. Hann vildi að fólk klæddi sig strax úr, færi í sleik og beint á gólfið að stunda kynlíf. Þetta var mjög mikið turn-off fyrir mína parta. Stemmningin varð fljótt mjög brothætt og fólk lét sig bara hverfa smátt og smátt. Að líða vel og finna sig í aðstæðunum segir Sandra vera algjört lykilatriði fyrir flesta og oft hjálpi það til að hafa einhvers konar þema, eins og í fatnaði. „Í klúbbum erlendis eru til dæmis oftast einhverjar reglur um fatnað. Eins og sem dæmi, sexy undirföt. Líka í sumum einkapartýum. Það eykur líkurnar á því að fólk taki þátt og finni sig í aðstæðunum og einhverju ákveðnu hlutverki.“ Nafnleynd nauðsynleg í svo litlu samfélagi Hvernig er því háttað með nafnleynd í svona partýum, er bara þegjandi samkomulag um að fólk kjafti ekki frá? „Já, algjörlega. Öllum er jafn annt um svoleiðis. Þetta virkar bara svipað og í AA samtökunum. Fólk er ekki að kjafta frá og benda á hvort annað.“ Í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi eru ekki alltaf einhverjar líkur á því að þú hittir einhvern sem stendur þér óþægilega nærri, eins og ættingja eða eitthvað slíkt. Hefur þú heyrt dæmi um það? Jú, auðvitað eru alltaf líkur á því en þess vegna eru þessir viðburðir ekki galopnir. Fólkið sem heldur þessi partý reynir að vera meðvitað um það hverjum er boðið. En þetta er aftur á móti aðeins öðruvísi með BDSM-samkomurnar. Þeir viðburðir eru opnir öllum og það hefur alveg gerst þar að fólk hitti sína nánustu. Hvernig hefur þetta ár verið í swing-lífinu í Reykjavík vegna faraldursins? „Það er auðvitað mjög stór hópur af fólki á Íslandi sem kýs frekar að fara reglulega út á kynlífsklúbba frekar en að fara í swing-partý á Íslandi en það hefur auðvitað ekki verið hægt eins og áður. En fólk er alveg ennþá að hittast hérna heima.“ Er fólk að hittast í hópum? „Nei, ekki í stórum hópum. En ég veit alveg til þess að pör séu að hittast og leika saman. Kannski þrjú til fjögur pör í einu og þá fólk sem er vant því að leika saman.“ Að lokum segist Sandra vonast til þess að fólk opni augun fyrir öðrum sambandsformum en þessum hefðbundnu og segir að þau form henti hreinlega ekki öllu fólki. Þeir sem vilja deila reynslu sinni með Makamálum er bent á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði er heitið. Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21 Bréfið: „Yngri strákarnir þora að daðra meðan hinir segja mér ævisöguna sína“ „Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma“. 25. maí 2020 20:57 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. Sandra, sem kýs að koma ekki undir réttu nafni er 44 ára kona búsett í Reykjavík. Fyrir 7 árum síðan uppgötvaði hún sambandsform sem oftast er nefnt poly eða polyamory. Á íslensku hefur það sambandsform verið kallað fjölástir. Skilgreiningin á fjölástum er það þegar fólk er í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum með fleiri en einum aðila í einu. Opin samskipti og heiðarleiki eru grundvallaratriði í fjölástum þar sem fólk ákveður reglurnar fyrir sín sambönd í fullu samráði við aðra. Þessi sambönd geta tekið á sig margvíslegar myndir en Sandra segir hér frá sinni reynslu af fjölástum sem og swing-senunni í Reykjavík. Eiginmaðurinn býr með annari konu Í 18 ár var Sandra í sambúð með eiginmanni sínum og eiga þau börn saman. Fyrir sjö árum síðan segir Sandra að þau hafi bæði fundið að eitthvað þyrfti að breytast. „Við byrjuðum á því að prufa okkur áfram með það að opna sambandið og komumst þá að því að okkur langaði að kanna meira en það sem við gátum gefið hvoru öðru.“ Kom aldrei til greina að skilja? Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram. Við kynntum okkur poly (fjölástir) og ákváðum að fara bæði þá leið. Af hverju verður fólk að skilja þegar því langar að kanna aðra hluti í lífinu? Hér að neðan verður notast við orðið poly þegar talað er um fjölástir. Hvernig er sambandið ykkar í dag, búið þið enn saman? „Nei, við búum ekki saman en erum ennþá gift. Hann býr með kærustunni sinni, sem er líka poly. En til þess að geta verið í svona sambandi þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu. Ég bý ein en á kærasta. Reyndar á ég líka nokkra elskhuga,“ segir Sandra og brosir. Hvað með kærastann þinn, skilgreinir hann sig líka sem poly? „Já, að sjálfsögðu. Annars gengi þetta ekki upp. En hann hefur hvorki tíma né orku í að rækta náið ástarsamband við aðra manneskju en mig í dag. Hann myndi alveg vilja það og ég myndi líka vilja að hann væri að gera það. Þá væri kannski meira jafnræði í sambandinu.“ Sandra er í sambandsformi sem kallast fjölástir. (polyamory) Hún er gift manni sem hún býr ekki með. Á einnig kærasta og nokkra elskhuga. Getty Hefur þú aldrei fundið fyrir afbrýðisemi hjá honum þegar þú ert að hitta aðra? „Ó jú! Ég hef alveg fundið fyrir því. En það er bara eðlilegur og tæklanlegur partur af þessu.“ Áttu þá við spennuna og lostann? „Nei, spennan og lostinn eru yfirleitt ekki inni í poly hugsuninni. Ég á við það að geta rætt saman og komist í gegnum afbrýðisemina. Ekki á einhvern „agressívan“ hátt.“ Afbrýðisemi er oftast bara óöryggi. Spenna og losti er yfirleitt frekar tengt framhjáhaldi, svikum og leynileikjum, slíkt hverfur þegar allir tala heiðarlega um hlutina og allt er uppi á borðum. Myndir þú þá segia að fólk væri ekki að sækjast eftir meiri spennu eða losta með þessu sambandsformi? „Nei, ég held að þetta sé algengur misskilningur. Fólk er að leita eftir fleiri tengingum. Góðum tengingum.“ Eru fjölástir eða poly ekki ennþá frekar óþekkt í íslensku samfélagi? „Nei, alls ekki. Það er miklu stærra en fólk heldur og samfélagið alltaf að stækka.“ Eru einhver samtök eða hópur sem heldur utan um fólk sem stundar fjölástir hér á landi? „Nei, því miður. Það eru enn ekki komin samtök en mig dauðlangar sjálfri að stofna þau samtök. Þá yrði réttindabaráttan svo miklu meira fókuseruð og hægt að gera þetta sýnilegra og eðlilegra fyrir fólki. Það er aftur á móti lokuð Facebook grúppa fyrir fólk sem hefur áhuga á poly. Ef ég ætti að mæla með einhverju fyrir poly byrjendur mæli ég alltaf með bókinni Ethical Slut.“ Heldur þú að það sé mögulega algengara að fólk sækist í poly sambönd eftir löng sambönd með maka? „Já, það gæti verið. Þá er komið meira traust, þekking og einlægni. Fólk kann að tala saman, tækla málin og styðja hvort við annað.“ Það höfðar til dæmis betur við mig heldur en swing-senan, þó að ég sé partur af henni líka. Hún gengur meira út á kynferðislegar þrár heldur en nánar tilfinningalegar tengingar eins og ást. Sjálf segist Sandra skilgreina sig sem pansexual og laðast því að öllum kynjum. Í grunninn segist hún almennt vera forvitna og finnist gaman að skoða allar senurnar. „Ég er hinsegin og virk í BDSM senunni, swing-senunni og kinki. Þegar fólk er í réttu orkunni fyrir mig þá skiptir kynið ekki máli. Rétt „chemistry“ er kynlaust fyrir mér.“ Swing-senan á Íslandi er tabú Sandra talar um swing-senuna á Íslandi og segir hún hana vera mjög ólíka BDSM-senunni. Samfélagið sé meira falið og mörkin töluvert óskýrari. „Ég hef sótt swing-partý og einnig verið með öðrum pörum bara ein, en ekki með maka. Mér finnst bara svo margt í þessari senu sem getur orðið til vandræða, svo margt falið.“ Hvernig þá? „Mikið af óskrifuðum reglum og mikið af pörum sem fara inn í þetta á röngum forsendum.“ Það er mjög algengt að maðurinn vilji fara út í þetta til að fá einhvern draum uppfylltan. Drauminn um að sjá konuna sína með annarri konu. Svo er raunin kannski sú að það er konuna sem langar til vera með annarri konu eða öðrum manni og setur það í búninginn „ verum saman með öðru fólki“. Mörkin þarna geta verið svo óskýr. Sandra segist sjálf kunna betur við sig í poly samfélaginu eða BDSM-senunni frekar en swing-senunni. Ástæðuna segir hún meðal annars vera vegna hversu viðkvæmar aðstæðurnar geta orðið og að það fylgi henni mikill feluleikur. „Fólk sem er í þessu af einhverri alvöru hérna á Íslandi fer helst í ferðir erlendis og sækir kynlífsklúbba þar. Þar eru líkurnar á því að lenda í vandræðum eða viðkvæmum aðstæðum miklu minni.“ Sandra segir Íslendinga í swing-senunni sækja mikið í að fara á kynlífsklúbba erlendis því þar séu minni líkur á því að lenda í viðkvæmum aðstæðum. Getty Myndir þú halda að samfélagið væri of lítið hér fyrir fólk sem vill stunda það að swinga? „Já, það er alltof lítið. Það er mikil leynd sem hvílir yfir swing-senunni vegna smæðar samfélagsins okkar.“ Þriðja hjólið í rúminu Að vera þriðja manneskjan með pörum í rúminu er eitthvað sem Sandra segist stundum gera og segir hún það mjög misjafnt hvernig fólk nálgist hana. Vandamálið er svo oft það að pör sem kjósa það að stunda swing kunna stundum ekki að vera heiðarleg hvort við annað. Mörkin eru svo óskýr, sérstaklega þegar þetta eru nýliðar og fólk er að prófa sig áfram. „Það er svo mismunandi hvort karlinn eða konan sé sá aðili sem hefur samband og tekur það að sér að velja auka manneskju. Mér finnst oftast mun betra að tala við konuna.“ Ertu þá að meina þegar hún velur? „Já! Því þá get ég spurt spurninga sem sýnir hvar þau eru stödd í raun og veru. Finnst þér mikill munur þar á kynjunum? Já, konurnar eru yfirleitt með öll mörk skýrari. Karlinn er oftast meira „ertu til í að vera með konunni minni? er það heitt?“ segir Sandra og ranghvolfir augunum. Ertu skráð inn á Einkamál, eða hvar er fólk helst að nálgast þig? „Ég er inni á Tinder og er með opinn prófíl bæði fyrir konur og karla. Svo á ég líka þó nokkuð af vinafólki sem er í swing-senunni og er skráð inn á síðuna SDC. En ég fer stundum með þessu vinafólki í swing-partýin.“ Hvaða síða er SDC? „Það er kynlífssíða fyrir pör, svipuð og einkamál nema alþjóðleg síða og mun öruggara. Mér finnst Einkamála síðan hér heima mjög vafasöm.“ Þó svo að Sandra eigi kærasta segist hún kjósa það að vera ein þegar hún sækir swing-partý. Af hverju finnst þér betra að fara ein í þessi partý? Málið er það að þegar tveir einstaklingar eða pör fara að leika sér með öðrum þá eru mörkin og langanir oft ekki nógu skýrar. En þegar þú ert einn að fikra þig í svona heimi þá er svo miklu auðveldara að skilja sjálfa sig og senuna að mínu mati. Það hefur allavega átt best við mig. Ég vil vera í minni orku og ekki pæla í öðrum en leikfélögum. Illa séð að karlar komi einir í swingpartý Swing-partýin eru að sögn Söndru kölluð leikpartý og virka yfirleitt þannig að það þarf einhver að vera búinn að mæla með þér til þess að þú eigir möguleika á því að verða boðið. „Þessi partý eru misstór og mjög misjafnt hvernig stemmningin er. Sem dæmi fór ég ein með vinafólki, sem er par, í eitt partý þar sem gestgjafarnir leigðu sumarbústað. Þau eru mjög reynd í þessari senu og eru skráð inn á SDC síðuna. Í heildina voru þetta kannski 15 – 20 pör sem mættu og við vorum nokkrar konur sem komu einar. Öll vorum við mætt til að leika.“ Hvernig fer svona partý fram, hvernig ræðst það hver leikur við hvern? „Þetta er almennt mjög mismunandi og fer eftir stemmningunni hverju sinni. Í þessu partýi voru sum pör þarna bara til að kynnast öðrum og sjá hvort að það væri einhver spenna og sumir fóru í leik.“ Nú mættir þú ein, eru þessi partý opin öllum sem hafa áhuga? Nei, alls ekki. Þessi partý eru alls ekki opin og langoftast er þetta þannig að fólk vill bara bjóða öðrum sem eru vanir. Pör borga sig inn til að dekka allan kostnað en við konurnar sem komum einar þurfum ekki að borga. Stakar konur er velkomnar en yfirleitt ekki stakir karlmenn. Af hverju er gerður munur þar á? „Það er einmitt svolítið sérstakt. Það er bara illa séð að karlmenn komi einir í svona partý. Í swing-senunni er eins og konurnar megi vera bi (tvíkynhneigðar) og vera með öðrum konum en karlar ekki með öðrum körlum.“ Hvað finnst þér persónulega um það? „Sjálfri finnst mér það frekar súrt og normfast, en svona er þetta yfirleitt. Karlmenn sem vilja svinga með öðrum karlmönnum eru yfirleitt í öðrum senum.“ Swing-partýin eru alltaf frekar leyndir viðburðir og ekki hægt að mæta á þá nema að þér sé sérstaklega boðið. Getty Ekki pressa að „leika“ alltaf í partýum Þegar þú kemur í svona partý, er þá pressa að þú finnir einhvern til að leika við? „Ég persónulega verð að spjalla og kynnast fólki til þess að finna hvort að það sé eitthvað „chemistry“ á milli. Annars langar mig ekki að leika svona einnota leik. Yfirleitt er engin pressa að allir séu að leika en ég hef þó alveg lent í svoleiðis partýi.“ Hvernig var sú reynsla? „Það er aldrei góð upplifun þegar það er pressa á þig að taka þátt og þér ekki gefið svigrúm til að spjalla. Flestir vilja slaka á og kynnast.“ Ég mætti einu sinni í partý þar sem gestgjafinn var karl. Hann vildi að fólk klæddi sig strax úr, færi í sleik og beint á gólfið að stunda kynlíf. Þetta var mjög mikið turn-off fyrir mína parta. Stemmningin varð fljótt mjög brothætt og fólk lét sig bara hverfa smátt og smátt. Að líða vel og finna sig í aðstæðunum segir Sandra vera algjört lykilatriði fyrir flesta og oft hjálpi það til að hafa einhvers konar þema, eins og í fatnaði. „Í klúbbum erlendis eru til dæmis oftast einhverjar reglur um fatnað. Eins og sem dæmi, sexy undirföt. Líka í sumum einkapartýum. Það eykur líkurnar á því að fólk taki þátt og finni sig í aðstæðunum og einhverju ákveðnu hlutverki.“ Nafnleynd nauðsynleg í svo litlu samfélagi Hvernig er því háttað með nafnleynd í svona partýum, er bara þegjandi samkomulag um að fólk kjafti ekki frá? „Já, algjörlega. Öllum er jafn annt um svoleiðis. Þetta virkar bara svipað og í AA samtökunum. Fólk er ekki að kjafta frá og benda á hvort annað.“ Í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi eru ekki alltaf einhverjar líkur á því að þú hittir einhvern sem stendur þér óþægilega nærri, eins og ættingja eða eitthvað slíkt. Hefur þú heyrt dæmi um það? Jú, auðvitað eru alltaf líkur á því en þess vegna eru þessir viðburðir ekki galopnir. Fólkið sem heldur þessi partý reynir að vera meðvitað um það hverjum er boðið. En þetta er aftur á móti aðeins öðruvísi með BDSM-samkomurnar. Þeir viðburðir eru opnir öllum og það hefur alveg gerst þar að fólk hitti sína nánustu. Hvernig hefur þetta ár verið í swing-lífinu í Reykjavík vegna faraldursins? „Það er auðvitað mjög stór hópur af fólki á Íslandi sem kýs frekar að fara reglulega út á kynlífsklúbba frekar en að fara í swing-partý á Íslandi en það hefur auðvitað ekki verið hægt eins og áður. En fólk er alveg ennþá að hittast hérna heima.“ Er fólk að hittast í hópum? „Nei, ekki í stórum hópum. En ég veit alveg til þess að pör séu að hittast og leika saman. Kannski þrjú til fjögur pör í einu og þá fólk sem er vant því að leika saman.“ Að lokum segist Sandra vonast til þess að fólk opni augun fyrir öðrum sambandsformum en þessum hefðbundnu og segir að þau form henti hreinlega ekki öllu fólki. Þeir sem vilja deila reynslu sinni með Makamálum er bent á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði er heitið.
Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21 Bréfið: „Yngri strákarnir þora að daðra meðan hinir segja mér ævisöguna sína“ „Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma“. 25. maí 2020 20:57 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21
Bréfið: „Yngri strákarnir þora að daðra meðan hinir segja mér ævisöguna sína“ „Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma“. 25. maí 2020 20:57