Enski boltinn

Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool bauð til markaveislu þegar liðið sótti Atalanta heim í Meistaradeild Evrópu í gær. Englandsmeistararnir unnu 0-5 sigur.
Liverpool bauð til markaveislu þegar liðið sótti Atalanta heim í Meistaradeild Evrópu í gær. Englandsmeistararnir unnu 0-5 sigur. getty/Andrew Powell

Liverpool hefur unnið alla fimm leiki sína eftir að Virgil van Dijk, besti varnarmaður liðsins, meiddist illa gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn Liverpool höfðu margir hverjir áhyggjur af stöðu mála hjá liðinu eftir að í ljós kom að Van Dijk yrði líklega ekki meira með á tímabilinu.

Enn sem komið er hefur Liverpool hins vegar ekki saknað Hollendingsins stóra og stæðilega. Englandsmeistararnir unnu stórsigur á Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gær, 0-5, og hafa unnið alla fimm leiki sína eftir að Van Dijk heltist úr lestinni.

Þrír þessara sigra komu í Meistaradeildinni og Liverpool á enn eftir að fá á sig mark í þeirri keppni.

Það hefur vissulega hjálpað Liverpool mikið að endurheimta markvörðurinn Allison en hann hefur spilað síðustu fjóra leiki liðsins.

Joe Gomez hefur verið í byrjunarliði Liverpool í síðustu fimm leikjum en verið með þrjá mismunandi leikmenn sér við hlið í miðri vörninni: Fabinho, Rhys Williams og Nathaniel Phillips.

Liverpool sækir Manchester City heim í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Sýning hjá Liverpool í Bergamo

Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×