Lífið

Stjörnurnar bregðast við stöðunni: „Eins og að vera vakandi í eigin skurðaðgerð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnurnar í Hollywood eru flest allar stuðningsmenn Joe Biden. 
Stjörnurnar í Hollywood eru flest allar stuðningsmenn Joe Biden.  vísir/getty

Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Viðbrögð fræga fólksins eru mörg og mismunandi.

Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna.

Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum.

Stjörnurnar í Bandaríkjunum hafa margar hverjar brugðist við stöðunni en fyrir kjördag var Joe Biden talinn mun líklegri til að fara með sigur af hólmi en nú virðist staðan jafnvel vera önnur og gæti Donald Trump náð endurkjöri.

Spjallþáttastjórnandinn James Corden segir að nauðsynlegt sé að telja öll atkvæði og fólk ætti að anda rólega þar til að það er búið.

Leikarinn Mark Ruffalo er sammála Corden.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel líkti spennunni í nótt við það að vera vakandi í eigin skurðaðgerð.

 Kerry Washington segir öllum að slaka aðeins á og bíða eftir öllum atkvæðum.

Leikarinn kanadíski Simu Liu ætlar að veita Bandaríkjamönnum ákveðna áfallahjálp verði Trump kosinn en segir þjóðinni að bíða róleg. 

Tónlistarkonan Katy Perry vill að öll atkvæði verði talin. Fyrr verði úrslit ekki ljós.

Leikkonan Charlize Theron segir að þjóðin sé í kvíðakasti.

Seth Rogen bað fólk í Arizona um að vera áfram í biðröð til að kjósa. 

 Chrissy Teigen trúir í raun ekki stöðunni sem upp er komin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×