Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 13:33 Þórunn Sveinbjörnsdóttir brá undir sig betri fætinum í ræðu sinni á fundi Almannavarna fyrr í dag, dró upp úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og sagði að gott væri að eiga þetta í ísskápnum. visir/arnar Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg. Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg.
Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04