Erlent

„Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verður Joe Biden næsti forseti Bandaríkjanna?
Verður Joe Biden næsti forseti Bandaríkjanna? epa/Christian Monterrosa

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a.

„Ég er ekki hér til að lýsa yfir sigri en ég er hér til að segja frá því að þegar talningu er lokið munum við standa sem sigurvegarar.“

Biden sagðist myndu leggja jafn hart að sér fyrir þá sem kusu hann ekki eins og þá sem kusu hann. Hann sagði bandarísku þjóðina ekki myndu leyfa neinum að ræna sig lýðræðinu og var þar líklega að vísa til yfirlýsinga kosningateymis Trump um stöðvun talningar í tveimur ríkjum og endurtalningar í öðrum.

Á meðan Biden talaði lýsti CNN hann sigurvegara í Michigan, þar sem hann sagðist sjálfur hafa 35 þúsund atkvæða forskot á Trump. Aðrir miðlar hafa ekki fylgt í kjölfarið enn sem komið er en New York Times metur muninn á frambjóðendunum 1,1 stig, Biden í vil.

Uppfært 21.50: New York Times hefur einnig lýst Biden sigurvegara í Michigan, nú þegar 97% atkvæða hafa verið talin. Biden hefur 1,2 stiga forskot á Trump.


Tengdar fréttir

Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað

Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×