Rúnar á bekknum í sigri Arsenal, CSKA tapaði og Lil­­le skellti Milan | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsenal menn fagna einu af þremur mörkum kvöldins en þau hefðu getað orðið fleiri.
Arsenal menn fagna einu af þremur mörkum kvöldins en þau hefðu getað orðið fleiri. Marc Atkins/Getty Images

Rúnar Alex Rúnarsson var mættur aftur á varamannabekkinn hjá Arsenal í Evrópudeildinni er liðið vann 4-1 sigur á norska liðinu Molde á Emirates í kvöld.

Rúnar Alex var í markinu í síðasta Evrópuleik, á heimavelli gegn Dunalk, en Bernd Leno var mættur aftur í markið í kvöld.

Hann hefði mögulega getað gert betur í marki Molde á 22. mínútu en Martin Ellingsen skoraði þá með skoti fyrir utan vítateig. Skotið var ekki fast og spurningarmerki við Leno.

Arsenal jafnaði metin með sjálfsmarki á 45. mínútu en Arsenal óð þá upp völlinn eftir hornspyrnu Molde. Aftur skoraði Molde sjálfsmark, nú á 62. mínútu, er varamaðurinn Sheriff Sinyan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Nicolas Pepe bætti við þriðja markinu á 70. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok var það Joe Willock sem gerði fjórða markið. Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins, Molde er með sex, Rapid Vín þrjú en Dundalk án stiga.

Leicester vann 4-0 sigur á portúgalska liðinu Braga. James Maddison lagði upp bæði mörk fyrri hálfleiksins fyrir Kelechi Iheanacho og í síðari hálfleik bættu þeir Dennis Praet og áðurnefndur Maddison við sitt hvoru markinu.

Leicester hefur unnið fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum og er á toppnum. Braga er með sex stig, AEK þrjú og Zorya er án stiga.

Feyenoord vann 3-1 sigur á CSKA Moskvu í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon spilaði fyrstu 78 mínúturnar en Arnór Sigurðsson allan leikinn fyrir CSKA. Þeir lentu 3-0 undir en náðu svo að klóra í bakkann.

Rússarnir eru með tvö stig, Feynoord og Wolfsburger fjögur og Dinamo Zagreb fimm.

Úrslit dagsins:

A-riðill:

Roma - Cluj 5-0

Young Boys - CSKA Sofia 3-0

B-riðill:

Rapid Vín - Dundalk 4-3

Arsenal - Molde 4-1

C-riðill:

Hapoel Beer Sheva - Bayer Leverkusen 2-4

Slavia Prague - Nice 3-2

D-riðill:

Benfica - Rangers 3-3

Lech Poznan - Standard Liege 3-1

E-riðill:

Omonia - Granada 0-2

PAOK - PSV 4-1

F-riðill:

Real Sociedad - AZ Alkmaar 1-0

Rijeka - Napoli 1-2

G-riðill:

Leicester - Braga 4-0

Zorya - AEK Aþena 1-4

H-riðill:

AC Milan - Lille 0-3

Celtic - Sparta Prague 1-4

I-riðill:

Sivasspor - Qarabag 2-0

Villareal - Maccabi Tel Aviv 1-0 (Leikurinn er enn í gangi)

J-riðill:

Ludogorets - Tottenham 1-3

Royal Antwerp - LASK 0-1

K-riðill:

Dinamo Zagreb - Wolfsborger 1-0

Feyenoord - CSKA Moskva 3-1

L-riðill:

Crvena Zvezda - Gent 2-1

Hoffenheim - Slovan Liberec 5-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira