Skoðar möguleikana erlendis en útilokar ekki að vera áfram hjá Val Anton Ingi Leifsson skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Aron Bjarnason var ánægður með sumarið. Hann lék á alls oddi í Valsliðinu. STÖÐ 2 Aron Bjarnason er ánægður með sumarið í Íslandsmeistaraliði Vals í Pepsi Max deild karla. Hann ætlar að skoða möguleikana erlendis en útilokar ekki að vera áfram á Hlíðarenda. Aron mun fara til Ungverjaland í janúar en hann er samningsbundinn Újpest í Ungverjalandi. Hann var á láni hjá Íslandsmeisturunum í sumar. „Ég á von á því. Ég er á samningi hér til áramóta svo ég býst við að fara út í janúar. Ég þarf að heyra í þeim á næstu dögum hvernig staðan er,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Umhverfið var mjög fínt. Þetta er mjög fín aðstaða og fínustu þjálfarar. Það var ekki yfir neinu að kvarta. Það er mjög fínt að búa þarna úti.“ 21 af þeim 25 sem eru í leikmannahópi Újpest greindust á dögunum með kórónuveiruna. „Þetta er svakalegt ástand. Þeir hafa verið að leita eftir frestunum en sambandið úti hefur verið erfitt. Þeir ætla ekki að spila um helgina svo þetta er dálítið sérstakt,“ en hver var lykillinn að sigri Vals í sumar? „Við erum með mjög góða leikmenn og góða blöndu í liðinu. Það voru flestir að skila framlagi í liðinu og spiluðum okkur vel saman. Þegar við unnum nokkra leiki í röð þá var enginn að fara stoppa okkur.“ „Það var langt síðan ég spilaði þegar ég kom heim, svo ég kom inn í nýtt lið en Heimir gaf mér traustið. Ég er mjög þakklátur fyrir það og náði að spila mig í gang. Heilt yfir var ég mjög sáttur við þetta.“ Hann segir að æfingarnar hjá Heimi hafi ekki verið verri en þær í Ungverjalandi. Þar sé þá meiri atvinnumannaumhverfi. „Það er æft stíft hjá Heimi. Þær eru krefjandi og skila sér inn í leikina. Úti er þetta aðeins öðruvísi. Það er alltaf æft á morgnanna og umgjörðin meiri. Þú getur fengið meiri aðstoð með endurheimt og svoleiðis en æfingarnar hérna eru alveg tipp topp.“ „Mér líður mjög vel hérna. Ég kann vel við þjálfarana og aðstöðuna. Ég myndi alltaf skoða það en ég býst við að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni úti. Ég mun skoða þetta með umboðsmanninum en skoða fyrst stöðuna hjá Újpest þar sem ég er samningsbundinn og sjá hvernig staðan mín er þar. Það er búið að skipta um þjálfara og svona.“ Klippa: Sportpkakinn - Aron Bjarnason Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Aron Bjarnason er ánægður með sumarið í Íslandsmeistaraliði Vals í Pepsi Max deild karla. Hann ætlar að skoða möguleikana erlendis en útilokar ekki að vera áfram á Hlíðarenda. Aron mun fara til Ungverjaland í janúar en hann er samningsbundinn Újpest í Ungverjalandi. Hann var á láni hjá Íslandsmeisturunum í sumar. „Ég á von á því. Ég er á samningi hér til áramóta svo ég býst við að fara út í janúar. Ég þarf að heyra í þeim á næstu dögum hvernig staðan er,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Umhverfið var mjög fínt. Þetta er mjög fín aðstaða og fínustu þjálfarar. Það var ekki yfir neinu að kvarta. Það er mjög fínt að búa þarna úti.“ 21 af þeim 25 sem eru í leikmannahópi Újpest greindust á dögunum með kórónuveiruna. „Þetta er svakalegt ástand. Þeir hafa verið að leita eftir frestunum en sambandið úti hefur verið erfitt. Þeir ætla ekki að spila um helgina svo þetta er dálítið sérstakt,“ en hver var lykillinn að sigri Vals í sumar? „Við erum með mjög góða leikmenn og góða blöndu í liðinu. Það voru flestir að skila framlagi í liðinu og spiluðum okkur vel saman. Þegar við unnum nokkra leiki í röð þá var enginn að fara stoppa okkur.“ „Það var langt síðan ég spilaði þegar ég kom heim, svo ég kom inn í nýtt lið en Heimir gaf mér traustið. Ég er mjög þakklátur fyrir það og náði að spila mig í gang. Heilt yfir var ég mjög sáttur við þetta.“ Hann segir að æfingarnar hjá Heimi hafi ekki verið verri en þær í Ungverjalandi. Þar sé þá meiri atvinnumannaumhverfi. „Það er æft stíft hjá Heimi. Þær eru krefjandi og skila sér inn í leikina. Úti er þetta aðeins öðruvísi. Það er alltaf æft á morgnanna og umgjörðin meiri. Þú getur fengið meiri aðstoð með endurheimt og svoleiðis en æfingarnar hérna eru alveg tipp topp.“ „Mér líður mjög vel hérna. Ég kann vel við þjálfarana og aðstöðuna. Ég myndi alltaf skoða það en ég býst við að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni úti. Ég mun skoða þetta með umboðsmanninum en skoða fyrst stöðuna hjá Újpest þar sem ég er samningsbundinn og sjá hvernig staðan mín er þar. Það er búið að skipta um þjálfara og svona.“ Klippa: Sportpkakinn - Aron Bjarnason
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira