Makamál

Spurning vikunnar: Hefur þú áhuga á swing-senunni?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Swing er orð sem er notað yfir makaskipti þegar fólk stundar kynlíf með öðrum en maka sínum. 
Swing er orð sem er notað yfir makaskipti þegar fólk stundar kynlíf með öðrum en maka sínum.  Getty

Í vikunni tóku Makamál viðtal við íslenska konu sem sagði meðal annars frá reynslu sinni af swing-senunni á Íslandi. Hún sagði swing-samfélagið stærra en fólk gerði sér grein fyrir og töluverða leynd hvíla yfir því.

Þeir sem eru hvað virkastir í senunni segir hún sækja frekar kynlífsklúbba erlendis heldur en að fara í swing-samkvæmi hér á landi. Einnig kom fram að hægt sé að sækja smærri viðburði og heimapartý.

Sjálf stundar hún swing-viðburði án maka en sagði þó meirihluta þeirra sem væru í þessari senu vera pör. 

Fyrir þá sem ekki þekkja orðið swing þá það orð sem er notað yfir svokölluð makaskipti sem fela í sér kynlíf með öðrum en maka. Pör sem stunda þessi makaskipti setja sinn eiginn ramma, reglur og mörk, hvað er leyfilegt og hvað ekki. Tilgangurinn er ekki að stofna til tilfinningalegs sambands við annan en maka heldur er áherslan mest lögð á kynlíf. 

Víða erlendis má finna mikið úrval af kynlífsklúbbum sem ætlaðir eru fólki sem vill swinga og í sumum tilvikum eru þeir einungis ætlaðir pörum. 

Spurning vikunnar er sprottin út frá þessari umfjöllun. 

Hefur þú áhuga á swing-senunni?


Tengdar fréttir

Einhleypan: Glatað að vera einhleyp á tímum Covid

Einhleypa vikunnar er Þóranna Friðgeirsdóttir. Hún segir lífið vera skemmtilegt ævintýri þó að Covid faraldurinn hafi ekki verið að hjálpa ástarlífinu neitt sérstaklega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×