Ábyrg leið til uppbyggingar er fjármögnuð og græn Ellen Calmon skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar