Skoða hvort lögreglumaður verði sendur í leyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. nóvember 2020 11:48 Málinu hefur verið vísað til Héraðssaksóknara. vísir/vilhelm Til skoðunar er hvort einn lögreglumaður verðir sendur í leyfi á meðan rannsókn Héraðssaksóknara á meintu ofbeldi við handtöku er í gangi. Þetta segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um hvort maðurinn verði sendur í leyfi liggur þó ekki fyrir. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að maður hafi verið stöðvaður vegna gruns um vöslu fíkniefna og hann hafi sagst vera með Covid-19. Haft er eftir sjónarvottum sem ekki vilja láta nafns síns getið að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Í blaðinu lýsa sjónarvottarnir því að einn lögreglumannannana hafi slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá er bent á að samkvæmt reglum um vadbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins segir að málinu hafi verið vísað til Héraðssaksóknara. Á meðal málsgagna séu upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir að málið sé komið á borð Héraðssaksóknara og segir að nú þegar sé hafin skoðun á gögnum málsins. Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Til skoðunar er hvort einn lögreglumaður verðir sendur í leyfi á meðan rannsókn Héraðssaksóknara á meintu ofbeldi við handtöku er í gangi. Þetta segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um hvort maðurinn verði sendur í leyfi liggur þó ekki fyrir. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að maður hafi verið stöðvaður vegna gruns um vöslu fíkniefna og hann hafi sagst vera með Covid-19. Haft er eftir sjónarvottum sem ekki vilja láta nafns síns getið að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Í blaðinu lýsa sjónarvottarnir því að einn lögreglumannannana hafi slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá er bent á að samkvæmt reglum um vadbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins segir að málinu hafi verið vísað til Héraðssaksóknara. Á meðal málsgagna séu upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir að málið sé komið á borð Héraðssaksóknara og segir að nú þegar sé hafin skoðun á gögnum málsins.
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51
Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22