Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 15:32 Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram með FH. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs FH í fótbolta til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi, eftir að hafa stýrt liðinu ásamt Eiði í sumar. FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson verður aðstoðarþjálfari liðsins. Davíð er goðsögn í Kaplakrika eftir að hafa verið fyrirliði liðsins og meðal annars orðið Íslandsmeistari sjö sinnum með liðinu. Eiður og Logi tóku við FH af Ólafi Kristjánssyni í júlí síðastliðnum og undir þeirra stjórn endaði FH í 2. sæti Pespi Max-deildarinnar, eftir að hafa unnið 10 af 14 leikjum með þá tvo í brúnni. Liðið var auk þess komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þegar keppni var blásin af fyrir viku. Starf Loga breytist en í yfirlýsingu frá FH segir að hann taki við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar FH. Hann muni vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins. Fjalar Þorgeirsson verður áfram markmannsþjálfari og Hákon Hallfreðsson styrktarþjálfari. Guðlaugur Baldursson hættir hins vegar sem aðstoðarþjálfari. View this post on Instagram Eiður Smári ráðinn þjálfari FH -Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH -Logi Ólafsson tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH Knattspyrnudeild FH hefur komist að samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um að taka við sem aðalþjálfari Fimleikafélagsins, samningurinn er til tveggja ára. Eiður Smári sem er án vafa besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og hefur leikið fyrir stærstu lið Evrópu, tók við FH liðinu ásamt Loga Ólafssyni um miðjan júlí og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti með 36 stig þegar fjórar umferðir voru enn óleiknar. FH var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. FH vann 10 af 14 leikjum liðsins undir stjórn Eiðs og Loga í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum FH og knattspyrnu áhugafólki almennt, einn besti leikmaður FH frá upphafi sem mun stíga sín fyrstu skref í þjálfun undir stjórn Eiðs. Davíð vann 7 Íslandsmeistaratitla með FH, fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. Davíð spilaði 319 leiki fyrir FH og skoraði í þeim 11 mörk. Logi Ólafsson hefur komið víða við á sínum magnaða ferli og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Þessi fyrrum landsliðsþjálfari, aðstoðarþjálfari Lilleström og þjálfari FH mun vera áfram innan þjálfarateymisins en með breyttum áherslum. Logi mun taka við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH og mun hann m.a. vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins sem heldur utan um okkar efnilegustu leikmenn í karla og kvennaflokki. Fjalar Þorgeirsson mun áfram starfa sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að Hákon Hallfreðsson mun áfram sjá um styrktarþjálfun liðsins. Á sama tíma mun Guðlaugur Baldursson láta af störfum sem aðstoðarþjálfari. Guðlaugur hefur hingað til unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og eru honum þökkuð vel unnin störf síðastliðin tvö tímabil hjá FH og félagið óskar Lauga velfarnaðar í hans næstu verkefnum. Markmið FH eru skýr með þessum ráðningum, að byggja ofan á þann góða árangur sem náðist á síðasta tímabili og bæta enn frekar allt faglegt starf félagsins til lengri tíma. A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Nov 6, 2020 at 7:18am PST Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs FH í fótbolta til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi, eftir að hafa stýrt liðinu ásamt Eiði í sumar. FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson verður aðstoðarþjálfari liðsins. Davíð er goðsögn í Kaplakrika eftir að hafa verið fyrirliði liðsins og meðal annars orðið Íslandsmeistari sjö sinnum með liðinu. Eiður og Logi tóku við FH af Ólafi Kristjánssyni í júlí síðastliðnum og undir þeirra stjórn endaði FH í 2. sæti Pespi Max-deildarinnar, eftir að hafa unnið 10 af 14 leikjum með þá tvo í brúnni. Liðið var auk þess komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þegar keppni var blásin af fyrir viku. Starf Loga breytist en í yfirlýsingu frá FH segir að hann taki við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar FH. Hann muni vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins. Fjalar Þorgeirsson verður áfram markmannsþjálfari og Hákon Hallfreðsson styrktarþjálfari. Guðlaugur Baldursson hættir hins vegar sem aðstoðarþjálfari. View this post on Instagram Eiður Smári ráðinn þjálfari FH -Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH -Logi Ólafsson tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH Knattspyrnudeild FH hefur komist að samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um að taka við sem aðalþjálfari Fimleikafélagsins, samningurinn er til tveggja ára. Eiður Smári sem er án vafa besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og hefur leikið fyrir stærstu lið Evrópu, tók við FH liðinu ásamt Loga Ólafssyni um miðjan júlí og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti með 36 stig þegar fjórar umferðir voru enn óleiknar. FH var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. FH vann 10 af 14 leikjum liðsins undir stjórn Eiðs og Loga í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum FH og knattspyrnu áhugafólki almennt, einn besti leikmaður FH frá upphafi sem mun stíga sín fyrstu skref í þjálfun undir stjórn Eiðs. Davíð vann 7 Íslandsmeistaratitla með FH, fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. Davíð spilaði 319 leiki fyrir FH og skoraði í þeim 11 mörk. Logi Ólafsson hefur komið víða við á sínum magnaða ferli og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Þessi fyrrum landsliðsþjálfari, aðstoðarþjálfari Lilleström og þjálfari FH mun vera áfram innan þjálfarateymisins en með breyttum áherslum. Logi mun taka við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH og mun hann m.a. vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins sem heldur utan um okkar efnilegustu leikmenn í karla og kvennaflokki. Fjalar Þorgeirsson mun áfram starfa sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að Hákon Hallfreðsson mun áfram sjá um styrktarþjálfun liðsins. Á sama tíma mun Guðlaugur Baldursson láta af störfum sem aðstoðarþjálfari. Guðlaugur hefur hingað til unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og eru honum þökkuð vel unnin störf síðastliðin tvö tímabil hjá FH og félagið óskar Lauga velfarnaðar í hans næstu verkefnum. Markmið FH eru skýr með þessum ráðningum, að byggja ofan á þann góða árangur sem náðist á síðasta tímabili og bæta enn frekar allt faglegt starf félagsins til lengri tíma. A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Nov 6, 2020 at 7:18am PST
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira