Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2020 20:08 Höllu Sólrúnu og Gunnar finnst gaman hvað fólk er duglegt að keyra fram hjá húsinu og skoða það. Fólk kemur víða að til að skoða húsið, það eru ekki bara Hvergerðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálfgert umferðaröngþveiti skapast við hús í Hveragerði á hverju kvöldi en það er fallega skreytt jólahús með þúsundum jólaljósa. Eigandinn segist aðallega skreyta húsið fyrir börnin í Hveragerði. Jólahúsið í Hveragerði er við Réttarheiði 17 en Gunnar Sigurðsson, sem býr í húsinu með konu sinni og dóttur hefur alltaf verið mikið jólabarn og byrjar að huga að skreytingunum strax að hausti. „Ég er búin að gera þetta í nokkur ár og hef haft gaman af þessu. Þetta er gert bæði fyrir sjálfan mig, fjölskylduna og svo aðallega börnin í Hveragerði, sem hafa virkilega gaman af þessu,“ segir Gunnar. Gunnar segist venjulega kveikja fyrstu jólaljósin í byrjun október en í ár kveikti hann í byrjun september til að reyna að létta lund fjölskyldunnar, nágrannanna og allra íbúa í Hveragerði á tímum kórónuveirunnar. Hann segir nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið. Jólahúsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði, sem Gunnar Sigurðsson á heiðurinn af að hafa skreytt jafn myndarlega og raun ber vitni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það finnst mér, það er virkilega gaman af því, það er ekkert sem toppar það.“ Þegar Gunnar er spurður hvað jólaperurnar í garðinum og á húsinu séu margar segist hann ekki hafa hugmynd um það, en einhverjar þúsundir þó. Halla Sólrún, dóttir Gunnars hlakkar mikið til jólanna og það eru þó tvö atriði, sem standa upp úr hjá henni. „Opna pakkana og fá að borða jólamatinn.“ Mjög mikil umferð er síðdegis og á kvöldin við Réttarheiði 17 þegar ekið er hægt og jafnvel stoppað við húsið til að skoða jólaskreytingar enda er stundum er hálfgert umferðaröngþveiti við húsið. „Já, það hefur verið mjög mikil umferð og þetta er hálfgerð hraðahindrun hérna í götunni, sem er svolítið gaman af reyndar,“ segir Gunnar. En það er ekki bara í Hveragerði sem sjást fallegar jólaskreytingar á húsum, á Höfn í Hornafirði er t.d. búið að skreyta húsið við Kirkjubraut 15 mjög fallegaog sömu sögu er eflaust að segja um fleiri hús víða á landinu. Húsið við við Kirkjbraut 15 á Höfn í Hornafirði, sem er fallega jólaskreytt.Aðsend Hveragerði Jólaskraut Umferð Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hálfgert umferðaröngþveiti skapast við hús í Hveragerði á hverju kvöldi en það er fallega skreytt jólahús með þúsundum jólaljósa. Eigandinn segist aðallega skreyta húsið fyrir börnin í Hveragerði. Jólahúsið í Hveragerði er við Réttarheiði 17 en Gunnar Sigurðsson, sem býr í húsinu með konu sinni og dóttur hefur alltaf verið mikið jólabarn og byrjar að huga að skreytingunum strax að hausti. „Ég er búin að gera þetta í nokkur ár og hef haft gaman af þessu. Þetta er gert bæði fyrir sjálfan mig, fjölskylduna og svo aðallega börnin í Hveragerði, sem hafa virkilega gaman af þessu,“ segir Gunnar. Gunnar segist venjulega kveikja fyrstu jólaljósin í byrjun október en í ár kveikti hann í byrjun september til að reyna að létta lund fjölskyldunnar, nágrannanna og allra íbúa í Hveragerði á tímum kórónuveirunnar. Hann segir nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið. Jólahúsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði, sem Gunnar Sigurðsson á heiðurinn af að hafa skreytt jafn myndarlega og raun ber vitni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það finnst mér, það er virkilega gaman af því, það er ekkert sem toppar það.“ Þegar Gunnar er spurður hvað jólaperurnar í garðinum og á húsinu séu margar segist hann ekki hafa hugmynd um það, en einhverjar þúsundir þó. Halla Sólrún, dóttir Gunnars hlakkar mikið til jólanna og það eru þó tvö atriði, sem standa upp úr hjá henni. „Opna pakkana og fá að borða jólamatinn.“ Mjög mikil umferð er síðdegis og á kvöldin við Réttarheiði 17 þegar ekið er hægt og jafnvel stoppað við húsið til að skoða jólaskreytingar enda er stundum er hálfgert umferðaröngþveiti við húsið. „Já, það hefur verið mjög mikil umferð og þetta er hálfgerð hraðahindrun hérna í götunni, sem er svolítið gaman af reyndar,“ segir Gunnar. En það er ekki bara í Hveragerði sem sjást fallegar jólaskreytingar á húsum, á Höfn í Hornafirði er t.d. búið að skreyta húsið við Kirkjubraut 15 mjög fallegaog sömu sögu er eflaust að segja um fleiri hús víða á landinu. Húsið við við Kirkjbraut 15 á Höfn í Hornafirði, sem er fallega jólaskreytt.Aðsend
Hveragerði Jólaskraut Umferð Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira