Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 07:52 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Sarah Silbiger/Getty Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira