Stjórnarandstaðan segir nýtt kjarnorkuver Lúkasjenkó vopn gegn Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 12:27 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, skoðar kjarnorkuverið í Astravets ásamt ráðgjöfum sínum og starfsmönnum versins. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir. Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir.
Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24