Biden vill konu sem varaforsetaefni Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 07:30 Joe Biden og Bernie Sanders slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. EPA Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21