Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira