Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 19:38 Joe Biden hér ásamt George W. Bush og Lauru Bush árið 2018. Getty/William Thomas Cain Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30