Fyrirliði Rússa ekki með vegna einkamyndbands Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Artem Dzyuba er 32 ára gamall og hefur skorað 26 mörk í 47 landsleikjum fyrir Rússa. Getty/Igor Russak Artem Dzyuba, fyrirliði Rússa og hetja liðsins á HM 2018, verður ekki með í komandi landsleikjum eftir að myndband af honum fór í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir Dzyuba einan uppi í rúmi að stunda sjálfsfróun. Ekki er ljóst síðan hvenær myndbandið er né heldur hvernig það komst í dreifingu. Hins vegar er ljóst að Dzyuba verður ekki með Rússum í leikjum við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu. á næstu dögum. „Liðið þarf að undirbúa sig fyrir leikina í nóvember við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu af eins mikilli einbeitingu og hægt er, og getur ekki látið utanaðkomandi þætti trufla sig,“ segir Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússa, en ummæli hans eru birt á Twitter-síðu landsliðsins. „Þess vegna var sú ákvörðun tekin að að velja ekki Artem Dzyuba… til að verja bæði liðið og leikmanninn sjálfan fyrir óhóflegri neikvæðni og spennu,“ segir Cherchesov. „Geri mistök eins og aðrir“ Eftir að myndbandið birtist hefur Dzyuba nú læst Instagram-reikningi sínum og hann sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu í myndbandi eftir leik með Zenit gegn Krasnodar í gær. An emotional Artem Dzyuba addresses fans: Like any person, I m not ideal. I make mistakes like everyone I appreciate the people who are with me in tough times This is my path, it s not easy. I hope I can be a good person I tried not to break today, but it was tough.' https://t.co/3ygnwdZ3tY— Liam Tyler (@tyler_lj) November 8, 2020 „Ég er ekki fullkominn frekar en hver annar. Ég geri mistök eins og aðrir. Ég kann að meta þá sem að standa með mér á erfiðum tímum. Þetta er mitt ferðalag og það er ekki auðvelt. Vonandi get ég verið góð manneskja. Ég reyndi að brotna ekki niður í dag, en það var erfitt,“ sagði Dzyuba samkvæmt þýðingu blaðamannsins Liam Tyler á Twitter. Þjóðadeild UEFA Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira
Artem Dzyuba, fyrirliði Rússa og hetja liðsins á HM 2018, verður ekki með í komandi landsleikjum eftir að myndband af honum fór í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir Dzyuba einan uppi í rúmi að stunda sjálfsfróun. Ekki er ljóst síðan hvenær myndbandið er né heldur hvernig það komst í dreifingu. Hins vegar er ljóst að Dzyuba verður ekki með Rússum í leikjum við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu. á næstu dögum. „Liðið þarf að undirbúa sig fyrir leikina í nóvember við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu af eins mikilli einbeitingu og hægt er, og getur ekki látið utanaðkomandi þætti trufla sig,“ segir Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússa, en ummæli hans eru birt á Twitter-síðu landsliðsins. „Þess vegna var sú ákvörðun tekin að að velja ekki Artem Dzyuba… til að verja bæði liðið og leikmanninn sjálfan fyrir óhóflegri neikvæðni og spennu,“ segir Cherchesov. „Geri mistök eins og aðrir“ Eftir að myndbandið birtist hefur Dzyuba nú læst Instagram-reikningi sínum og hann sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu í myndbandi eftir leik með Zenit gegn Krasnodar í gær. An emotional Artem Dzyuba addresses fans: Like any person, I m not ideal. I make mistakes like everyone I appreciate the people who are with me in tough times This is my path, it s not easy. I hope I can be a good person I tried not to break today, but it was tough.' https://t.co/3ygnwdZ3tY— Liam Tyler (@tyler_lj) November 8, 2020 „Ég er ekki fullkominn frekar en hver annar. Ég geri mistök eins og aðrir. Ég kann að meta þá sem að standa með mér á erfiðum tímum. Þetta er mitt ferðalag og það er ekki auðvelt. Vonandi get ég verið góð manneskja. Ég reyndi að brotna ekki niður í dag, en það var erfitt,“ sagði Dzyuba samkvæmt þýðingu blaðamannsins Liam Tyler á Twitter.
Þjóðadeild UEFA Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira