Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi Traustason og Anders Christiansen, fyrirliði Malmo FF. Getty/Lars Dareberg Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira