Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 10:43 Arnór Ingvi Traustason í umspilsleiknum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Arnór Ingvi Traustason verður eftir allt ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Sæti á Evrópumótinu á næsta ári er undir. Samherji Arnórs Ingva hjá Malmö, Anders Christiansen, greindist með kórónuveiruna eftir leik liðsins gegn Sirius í gær. Malmö vann leikinn, 4-0, og tryggði sér þar með sænska meistaratitilinn. Hlutirnir hafa gerst hratt í dag. Fyrst var greint frá því að Arnór Ingvi væri kominn í sóttkví og svo að hann væri á leið til Augsburg í Þýskalandi þar sem íslenska liðið æfir fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. Nú er hins vegar ljóst að Arnór Ingvi missir af leiknum gegn Ungverjum. Er þetta gert „til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá KSÍ. Hlutirnir gerast hratt á Covid-tímum. Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason verði ekki með A landsliði karla í umspilsleiknum við Ungverjaland á fimmtudag. Ákvörðunin er tekin til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. pic.twitter.com/yjjbcLepfr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2020 Ekki verður kallað á annan leikmann inn í íslenska hópinn í stað Arnórs Ingva. Eins og staðan er núna eru því 23 leikmenn í íslenska hópnum. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum á Rúmeníu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski boltinn Tengdar fréttir Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. 9. nóvember 2020 09:32 Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason verður eftir allt ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Sæti á Evrópumótinu á næsta ári er undir. Samherji Arnórs Ingva hjá Malmö, Anders Christiansen, greindist með kórónuveiruna eftir leik liðsins gegn Sirius í gær. Malmö vann leikinn, 4-0, og tryggði sér þar með sænska meistaratitilinn. Hlutirnir hafa gerst hratt í dag. Fyrst var greint frá því að Arnór Ingvi væri kominn í sóttkví og svo að hann væri á leið til Augsburg í Þýskalandi þar sem íslenska liðið æfir fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. Nú er hins vegar ljóst að Arnór Ingvi missir af leiknum gegn Ungverjum. Er þetta gert „til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá KSÍ. Hlutirnir gerast hratt á Covid-tímum. Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason verði ekki með A landsliði karla í umspilsleiknum við Ungverjaland á fimmtudag. Ákvörðunin er tekin til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. pic.twitter.com/yjjbcLepfr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2020 Ekki verður kallað á annan leikmann inn í íslenska hópinn í stað Arnórs Ingva. Eins og staðan er núna eru því 23 leikmenn í íslenska hópnum. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum á Rúmeníu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski boltinn Tengdar fréttir Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. 9. nóvember 2020 09:32 Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. 9. nóvember 2020 09:32
Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01