Momala, „skrímsli“, Pioneer Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2020 15:19 Harris umvafin stuðngingsmönnum. epa/Ross Cameron Bandaríska leyniþjónustan hefur þá hefð að gefa einstaklingum undir sínum verndarvæng sérstök viðurnefni. Clinton var Eagle, Bush yngri Tumbler og síðar Trailblazer, Obama Renegade og Trump Mogul. Einhverjir hafa fengið að velja sjálfir (það fylgir ekki sögunni hvort Elísabet Englandsdrottning hafi valið Kittyhawk eða Charles sonur hennar Unicorn) og það á við um nýkjörinn forseta og varaforseta Bandaríkjanna, sem verða Celtic og Pioneer. Pioneer á vel við Kamölu Harris, lögmann og öldungadeildarþingmann, enda hefur hún á skömmum tíma mölvað margt glerþakið. Hún var fyrsta svarta konan og fyrsti einstaklingurinn af suður-asískum uppruna til að vera frambjóðandi annars stóru flokkanna tveggja í forsetakosningum. Hún er fyrsta konan og fyrsti svarti einstaklingurinn til að verða varaforseti. En hún stefndi hærra og bauð sig fram í forkosningum Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, þar sem Phony Kamala og Sleepy Joe (©DonaldTrump) tókust stundum hressilega á. „Þessi litla stúlka var ég“ „Veistu, í Kaliforníu var lítil stúlka í öðrum árganginum í blönduðum skóla og hún tók skólabílinn í skólann á hverjum degi. Og þessi litla stúlka var ég.“ Þannig komst Harris að orði í kappræðum þar sem hún gagnrýndi Biden harðlega fyrir að hafa skipað sér á bekk með aðskilnaðarsinnum og mótmælt „busing“ þegar hann sat í öldungadeildinni. „Busing“ var orðið sem var notað yfir það að flytja börn milli skólahverfa í þeirri viðleitni til að stuðla að blöndun í skólakerfinu, þ.e. jöfnum fjölda hvítra og svartra barna í skólunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 1954 að aðskilnaður í skólum stæðist ekki stjórnarskrána og ákvað árið 1971 að ríkjum væri heimilt að stuðla að blöndum með því að taka upp fyrrnefndan flutning milli hverfa. Úrræðið var afar umdeilt, meðal hvítra og svartra, og öldungadeildarþingmaðurinn Biden hafði ákveðnar efasemdir á sínum tíma. Afstaða hans kom upp í kappræðunum, þar sem Harris gagnrýndi Biden m.a. fyrir að hafa ekki beðist afsökunar fyrir að hafa tekið undir með aðskilnaðarsinnum en hún sagðist á sama tíma alls ekki myndu kalla Biden „rasista“. Ekki mikill málefnamunur Harris er dóttir innflytjenda, móðir hennar var fædd á Indlandi og pabbi hennar á Jamaíka. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára og hún var alin upp af Shyamala Gopalan Harris, sem var vísindamaður og mannréttindaaktívisti. „Móðir mín skildi það að hún var að ala upp tvær svartar dætur,“ sagði Harris um uppeldi sitt og Mayu, systur sinnar. „Hún vissi að í nýja heimalandinu myndi fólk líta á mig og Mayu sem svartar stúlkur og hún var staðráðin í því að við skyldum alast upp sem sjálfsöruggar, stoltar svartar konur.“ Madam Vice President-Elect @KamalaHarris. I am so very proud of you, sis. ❤️🤍💙 pic.twitter.com/t3tQGODdu2— Maya Harris (@mayaharris_) November 7, 2020 Ætterni og bakgrunnur Harris hefur gert henni mögulegt að höfða til margra hópa í bandarísku samfélagi, ekki síst svartra og kvenna. Í átökum sínum við Biden í forkosningunum sagðist hún t.d. standa með og trúa konum, þegar varaforsetinn fyrrverandi var sakaður um að hafa hegðað sér ósæmilega með óviðeigandi kossum og faðmlögum. „Ég trúi [þolendunum] og virði það við þær að segja sína sögu og að hafa hugrekki til þess,“ sagði Harris. Þess ber þó að geta að þegar ljóst var að Biden yrði forsetaefni demókrata og val hans á varaforsetaefni stóð yfir sagði Harris um ásakanirnar á hendur honum: „Sá Joe Biden sem ég þekki er einhver sem hefur barist fyrir konur og valdeflingu kvenna og fyrir jafnrétti og réttindum kvenna.“ Harris, Biden og makar fagna sigrinum.epa/Andrew Harnic Þrátt fyrir erjur í forkosningunum er raunar ekki mikill málefnamunur milli Harris og Biden, nema að þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hefur hún viljað ganga lengur en hann í átt að raunverulegu opinberlegu almannatryggingakerfi. Margir hafa enda bent á að stétt og staða skipti ekki minna máli en húðlitur og uppruni þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. Þannig sé Harris líkari Biden en mörgum öðrum svörtum konum og þá hafi Obama gert minna en margur átti von á til að styrkja stöðu svartra í bandarísku samfélagi. Arfleifð þeirra sem vörðuðu veginn Harris giftist fyrir sex árum Douglas Emhoff en hann átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Turtildúfurnar ákváðu að bíða með að draga börnin inn í sambandið þar til þau væru viss um að þau vildu vera saman til frambúðar en þegar á hólminn var komið gekk samrunin ljómandi vel. Öll ákváðu strax að þau væru ekki hrifin af orðinu „stjúpa“ og varð ofan á að Cole og Ella Emhoff kalla Harris „Momala“. Þess má geta að Momala og fyrrverandi eiginkona Emhoff eru stórgóðar vinkonur. View this post on Instagram Grateful every day to be Momala to Ella and Cole. A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) on May 12, 2019 at 4:13pm PDT Sumir hafa viljað eigna Biden heiðurinn af árangri Harris en aðrir eru langt í frá sammála. „[Harris] er handhafi arfleifðar grasrótarskipuleggjenda, kjörinna fulltrúa og þeirra sem ekki náðu kjöri en vörðuðu leiðina að Hvíta húsinu. Svartar konur eru náttúruafl í stjórnmálum og Demókrataflokknum,“ sagði stjórnmálafræðiprófessorinn Nadia Brown í samtali við BBC. „Sigur hennar er sögulegur en hann er ekki bara hennar. Hún deilir honum með fjölda svartra kvenna sem gerðu þennan dag mögulegan.“ Svört kona, Momala, lögmaður, öldungadeildarþingmaður, varaforseti. Og 2024..? Á meðan forkosningunum stóð kallaði einn ráðgjafa Biden Harris „slick and slippery“. Trump kallaði hana „skrímsli“. En vinir og samstarfsmenn tala um rökfestu og hláturmildi og hún er þekkt fyrir að spyrja gagnrýnna spurninga og svara fyrir sig. Og sá hlær best sem síðast hlær. You wouldn’t know a joke if one raised you. https://t.co/zUV3MLkmVm— Kamala Harris (@KamalaHarris) October 12, 2019 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Joe Biden Tengdar fréttir Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. 8. nóvember 2020 23:31 „Ég verð ekki sú síðasta“ Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 07:48 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hefur þá hefð að gefa einstaklingum undir sínum verndarvæng sérstök viðurnefni. Clinton var Eagle, Bush yngri Tumbler og síðar Trailblazer, Obama Renegade og Trump Mogul. Einhverjir hafa fengið að velja sjálfir (það fylgir ekki sögunni hvort Elísabet Englandsdrottning hafi valið Kittyhawk eða Charles sonur hennar Unicorn) og það á við um nýkjörinn forseta og varaforseta Bandaríkjanna, sem verða Celtic og Pioneer. Pioneer á vel við Kamölu Harris, lögmann og öldungadeildarþingmann, enda hefur hún á skömmum tíma mölvað margt glerþakið. Hún var fyrsta svarta konan og fyrsti einstaklingurinn af suður-asískum uppruna til að vera frambjóðandi annars stóru flokkanna tveggja í forsetakosningum. Hún er fyrsta konan og fyrsti svarti einstaklingurinn til að verða varaforseti. En hún stefndi hærra og bauð sig fram í forkosningum Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, þar sem Phony Kamala og Sleepy Joe (©DonaldTrump) tókust stundum hressilega á. „Þessi litla stúlka var ég“ „Veistu, í Kaliforníu var lítil stúlka í öðrum árganginum í blönduðum skóla og hún tók skólabílinn í skólann á hverjum degi. Og þessi litla stúlka var ég.“ Þannig komst Harris að orði í kappræðum þar sem hún gagnrýndi Biden harðlega fyrir að hafa skipað sér á bekk með aðskilnaðarsinnum og mótmælt „busing“ þegar hann sat í öldungadeildinni. „Busing“ var orðið sem var notað yfir það að flytja börn milli skólahverfa í þeirri viðleitni til að stuðla að blöndun í skólakerfinu, þ.e. jöfnum fjölda hvítra og svartra barna í skólunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 1954 að aðskilnaður í skólum stæðist ekki stjórnarskrána og ákvað árið 1971 að ríkjum væri heimilt að stuðla að blöndum með því að taka upp fyrrnefndan flutning milli hverfa. Úrræðið var afar umdeilt, meðal hvítra og svartra, og öldungadeildarþingmaðurinn Biden hafði ákveðnar efasemdir á sínum tíma. Afstaða hans kom upp í kappræðunum, þar sem Harris gagnrýndi Biden m.a. fyrir að hafa ekki beðist afsökunar fyrir að hafa tekið undir með aðskilnaðarsinnum en hún sagðist á sama tíma alls ekki myndu kalla Biden „rasista“. Ekki mikill málefnamunur Harris er dóttir innflytjenda, móðir hennar var fædd á Indlandi og pabbi hennar á Jamaíka. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára og hún var alin upp af Shyamala Gopalan Harris, sem var vísindamaður og mannréttindaaktívisti. „Móðir mín skildi það að hún var að ala upp tvær svartar dætur,“ sagði Harris um uppeldi sitt og Mayu, systur sinnar. „Hún vissi að í nýja heimalandinu myndi fólk líta á mig og Mayu sem svartar stúlkur og hún var staðráðin í því að við skyldum alast upp sem sjálfsöruggar, stoltar svartar konur.“ Madam Vice President-Elect @KamalaHarris. I am so very proud of you, sis. ❤️🤍💙 pic.twitter.com/t3tQGODdu2— Maya Harris (@mayaharris_) November 7, 2020 Ætterni og bakgrunnur Harris hefur gert henni mögulegt að höfða til margra hópa í bandarísku samfélagi, ekki síst svartra og kvenna. Í átökum sínum við Biden í forkosningunum sagðist hún t.d. standa með og trúa konum, þegar varaforsetinn fyrrverandi var sakaður um að hafa hegðað sér ósæmilega með óviðeigandi kossum og faðmlögum. „Ég trúi [þolendunum] og virði það við þær að segja sína sögu og að hafa hugrekki til þess,“ sagði Harris. Þess ber þó að geta að þegar ljóst var að Biden yrði forsetaefni demókrata og val hans á varaforsetaefni stóð yfir sagði Harris um ásakanirnar á hendur honum: „Sá Joe Biden sem ég þekki er einhver sem hefur barist fyrir konur og valdeflingu kvenna og fyrir jafnrétti og réttindum kvenna.“ Harris, Biden og makar fagna sigrinum.epa/Andrew Harnic Þrátt fyrir erjur í forkosningunum er raunar ekki mikill málefnamunur milli Harris og Biden, nema að þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hefur hún viljað ganga lengur en hann í átt að raunverulegu opinberlegu almannatryggingakerfi. Margir hafa enda bent á að stétt og staða skipti ekki minna máli en húðlitur og uppruni þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. Þannig sé Harris líkari Biden en mörgum öðrum svörtum konum og þá hafi Obama gert minna en margur átti von á til að styrkja stöðu svartra í bandarísku samfélagi. Arfleifð þeirra sem vörðuðu veginn Harris giftist fyrir sex árum Douglas Emhoff en hann átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Turtildúfurnar ákváðu að bíða með að draga börnin inn í sambandið þar til þau væru viss um að þau vildu vera saman til frambúðar en þegar á hólminn var komið gekk samrunin ljómandi vel. Öll ákváðu strax að þau væru ekki hrifin af orðinu „stjúpa“ og varð ofan á að Cole og Ella Emhoff kalla Harris „Momala“. Þess má geta að Momala og fyrrverandi eiginkona Emhoff eru stórgóðar vinkonur. View this post on Instagram Grateful every day to be Momala to Ella and Cole. A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) on May 12, 2019 at 4:13pm PDT Sumir hafa viljað eigna Biden heiðurinn af árangri Harris en aðrir eru langt í frá sammála. „[Harris] er handhafi arfleifðar grasrótarskipuleggjenda, kjörinna fulltrúa og þeirra sem ekki náðu kjöri en vörðuðu leiðina að Hvíta húsinu. Svartar konur eru náttúruafl í stjórnmálum og Demókrataflokknum,“ sagði stjórnmálafræðiprófessorinn Nadia Brown í samtali við BBC. „Sigur hennar er sögulegur en hann er ekki bara hennar. Hún deilir honum með fjölda svartra kvenna sem gerðu þennan dag mögulegan.“ Svört kona, Momala, lögmaður, öldungadeildarþingmaður, varaforseti. Og 2024..? Á meðan forkosningunum stóð kallaði einn ráðgjafa Biden Harris „slick and slippery“. Trump kallaði hana „skrímsli“. En vinir og samstarfsmenn tala um rökfestu og hláturmildi og hún er þekkt fyrir að spyrja gagnrýnna spurninga og svara fyrir sig. Og sá hlær best sem síðast hlær. You wouldn’t know a joke if one raised you. https://t.co/zUV3MLkmVm— Kamala Harris (@KamalaHarris) October 12, 2019
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Joe Biden Tengdar fréttir Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. 8. nóvember 2020 23:31 „Ég verð ekki sú síðasta“ Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 07:48 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. 8. nóvember 2020 23:31
„Ég verð ekki sú síðasta“ Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 07:48
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36